
Ístak hf
Við erum framsækið verktakafyrirtæki þar sem framkvæmdagleði er í fyrirrúmi. Við veitum ávallt bestu þjónustu sem völ er á og leggjum metnað í að uppfylla kröfur viðskiptavina okkar.
Hjá Ístaki starfa hátt á fimmta hundrað manns við spennandi og fjölbreytt verkefni. Við kappkostum að vera eftirsóknarverður vinnustaður í byggingageiranum þar sem hver starfsmaður er metinn að verðleikum eftir hæfni og frammistöðu án tillits til kyns, aldurs eða þjóðernis. Við leggjum mikið upp úr góðu og sveigjanlegu starfsumhverfi fyrir starfsfólkið okkar og styðjum vel við öflugt starfsmannafélag.
Kynntu þér störf í boði eða leggðu inn almenna umsókn.

Verkstjóri
Ístak hf leitar að verkstjóra í viðhaldsdeild fyrirtækisins.
Verkstjóri stýrir framkvæmdavinnu á vinnustað og tryggir að hún sé í samræmi við væntingar fyrirtækis og verkkaupa hverju sinni. Verkstjóri vinnur að því að umgengni, aðstaða, öryggi og frágangur á vinnustað sé samkvæmt lögum og gæðakröfum fyrirtækisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun og eftirlit með störfum starfsfólks og undirverktaka í samræmi við verkáætlun og þarfir verkefna.
- Skipulagning verkefna í samstarfi við tæknimenn og stjórnendur með tilliti til verklýsinga og teikninga.
- Rýna verkgögn og tryggja að rétt gögn og upplýsingar séu til staðar fyrir framkvæmd.
- Eftirlit með umgengni, notkun eigna og tækja, sem og almennu öryggi á vinnustað.
- Öflun á mannskapi, verkfærum, tækjum og efni í samráði við staðarstjóra.
- Umsjón með frávikaskráningu og gæðaúttektum í samráði við tæknimenn og stjórnendur.
- Þátttaka í verkfundum.
- Framvinduskýrslugerð og rýni reikninga.
- Önnur tilfallandi verkefni á vinnustað.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í húsasmíði skilyrði, meistaréttindi æskileg.
- Reynsla af verkstjórn æskileg.
- Reynsla af framkvæmdum skilyrði.
- Íslensku- og/eða enskukunnátta skilyrði.
- Færni í mannlegum samskiptum og sjálfstæð vinnubrögð.
- Öryggisvitund og almenn tölvukunnátta skilyrði.
Auglýsing birt10. maí 2025
Umsóknarfrestur1. júní 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (7)

Machine operators and truck drivers on Reykjanes peninsula
Ístak hf

Vélamenn og bílstjórar á Reykjanesi
Ístak hf

Construction worker
Ístak hf

Byggingaverkamaður
Ístak hf

Earthwork laborer for the Reykjanes peninsula
Ístak hf

Jarðvinnuverkamenn á Reykjanesi/ Do robót ziemnych
Ístak hf

Vélamenn og bílstjórar
Ístak hf
Sambærileg störf (12)

Húsasmiðir stuttur vinnutími betri laun.
Þúsund Fjalir ehf

Verkefnastjóri viðhalds í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar
Kópavogsbær

Múrari með reynslu / Mason with experience
Einingaverksmiðjan

Experienced construction worker - Byggingastarfsmaður
Einingaverksmiðjan

Hópstjóri / Group Leader
Dagar hf.

Verkefnastjóri - Reyðarfjörður
VHE

Smiðir / Carpenters
Atlas Verktakar ehf

Flokkstjórar og aðstoðarflokkstjórar Vinnuskóla – sumarstörf
Hafnarfjarðarbær

Umsjónarmaður fasteigna
Hólabrekkuskóli

Bifvélavirki
BL ehf.

Vilt þú vera sérfræðingur í uppsetningu öryggisgirðinga?
Girðir, Verktakar ehf

Óskum eftir starfsmönnum
Fagafl ehf.