Deloitte
Deloitte
Deloitte

Persónuvernd og upplýsingaöryggi hjá Deloitte

Deloitte leitar að einstaklingum með brennandi áhuga á persónuvernd og upplýsingaöryggi.

Langar þig að taka þátt í að umbreyta því hvernig fyrirtæki vinna og hafa áhrif á störf fólks til hins betra? Sem meðlimur í persónuverndarteymi Deloitte getur þú með beinum hætti aukið virði og tilgang viðskiptavina með því að breyta ferlum og vinnuaðferðum fólks. Þetta gerir þú t.d. með því að veita ráðgjöf, sinna greiningar- og úttektarvinnu og þróa, aðlaga og innleiða verklag sem auðveldar viðskiptavinum okkar m.a. að starfa eftir viðeigandi lögum og reglum sem um starfsemi þeirra gilda.

Við leitum að starfsfólki sem hugsar í lausnum, er tilbúið að bretta upp ermar og taka þátt í umbótum á því hvernig viðskiptavinir okkar vinna.

Um teymið 

Teymið okkar er hluti af Áhætturáðgjöf Deloitte og samanstendur af reynslumiklum sérfræðingum með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu. Við vinnum saman sem ein heild og eigum í góðu samstarfi með öðrum sérfræðingum Deloitte, bæði innanlands og erlendis.

Starfsþróun þín 

  • Við starfsupphaf færðu leiðbeinanda sem kemur þér inn í starfið (Buddy-kerfi)

  • Þú færð þjálfun og stuðning frá reyndum sérfræðingum í teyminu þínu

  • Þú verður með Coach sem aðstoðar þig við markmiðasetningu og starfsþróun

  • Þú lærir mikið á þeim fjölbreyttu verkefnum sem þú tekur að þér hjá viðskiptavinum í ólíkum geirum.

  • Þú fylgist vel með á þínu fagsviði og við viljum að sama skapi styðja við þinn vöxt með símenntunartækifærum.

Ef þú hefur vilja til að vaxa, metnað til að þróast í starfi og hefur færni til að setja þig fljótt inn í ólíka málaflokka, þá viljum við endilega heyra frá þér.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita opinberum aðilum og fyrirtækjum alhliða ráðgjöf á sviði persónuverndar og annarrar löggjafar á sviði net- og upplýsingaöryggis 

  • Vera í beinum samskiptum við viðskiptavini, meta og greina þarfir þeirra, ferla og mikilvægar áskoranir 

  • Veita ráðgjöf um túlkun á löggjöf, reglum, stöðlum og tilmælum og úrlausn álitaefna 

  • Sinna verkefnum sem tengjast útvistuðu hlutverki persónuverndarfulltrúa sem Deloitte sinnir fyrir viðskiptavini sína 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þú ert lausnamiðuð/aður, sjálfstæður og getur haldið mörgum boltum í gangi í einu 

  • Þú er jákvæð/ur og hefur gaman af því að takast á við ný vandamál og leysa 

  • Þú býrð yfir greiningarhæfileikum og ert nákvæm/ur í því sem þú tekur þér fyrir hendur 

  • Þú hefur gaman af því að vinna með fólki í hóp og það gefur þér orku að taka þátt í öflugri teymisvinnu 

  • Þú ert með viðeigandi menntun, s.s. í lögfræði og sérhæfingu í persónuvernd 

  • Hefur þekkingu á innlendum og evrópskum persónuverndarlögum og lagaframkvæmd á því sviði.  

  • Skilningur og áhugi á öryggis- og upplýsingaöryggismálum og regluverki á því sviði er kostur 

  • Þú býrð yfir metnaði til að skila af þér framúrskarandi afurðum 

  • Þú býrð yfir löngun til að skapa frábæra upplifun fyrir viðskiptavini 

  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti er skilyrði, og kunnátta í norðurlandamáli er kostur 

Fríðindi í starfi
  • Frábært mötuneyti með niðurgreiddum morgunmat og hádegismat. 

  • Veglegan líkamsræktarstyrk, virkt starfsmannafélag og gott félagslíf 

  • Fyrirmyndar aðbúnað starfsfólks í nýjum höfuðstöðvum fyrirtækisins á Dalvegi 

  • Sjálfboðastarf til áhrifa – launaður dagur til að sinna sjálfbærniverkefnum 

Auglýsing birt14. maí 2025
Umsóknarfrestur25. maí 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Dalvegur 30, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar