

Deloitte leitar að ráðgjafa í áhætturáðgjöf
Deloitte er leiðandi þjónustuveitandi á sviði endurskoðunar og reikningsskila, upplýsingatækniráðgjafar, fjármálaráðgjafar, áhætturáðgjafar, skatta– og lögfræðiráðgjafar og tengdrar þjónustu. Alþjóðlegt net aðildarfélaga okkar og tengdra félaga spannar meira en 150 lönd og landsvæði (sameiginlega vísað til sem „félög Deloitte"). Hjá Deloitte starfa um 460.000 sérfræðingar sem stefna saman að því að veita ávallt framúrskarandi þjónustu.
Deloitte leitar að jákvæðum, drífandi og metnaðarfullum liðsfélaga til að bætast í hóp öflugra ráðgjafa Deloitte. Starfið felur í sér að taka þátt í þeim fjölbreyttu verkefnum sem unnin eru undir stjórn reyndari sérfræðinga.
Verkefnin felast meðal annars í úttektum á eftirlitsþáttum upplýsingakerfa, áhættumati, greiningu á fylgni við lög og reglur tengdum öryggi og rekstri upplýsingakerfa ásamt fjölbreyttri ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir á sviði innra eftirlits og verkferla.
Starfið hentar vel þeim sem eru að koma nýir út á vinnumarkað eftir nám og vilja byggja upp öflugan starfsferil með aðstoð reyndari sérfræðinga.
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. viðskiptafræði, tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun
-
Greiningarhæfni
-
Mjög góð samskiptafærni og vilji til samvinnu og að stuðla að góðum starfsanda
-
Fagmennska, sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
-
Þekking á upplýsingatækni kostur
-
Viðeigandi reynsla sem nýtist í starfi kostur
-
Gott vald á íslensku og ensku, bæði töluðu og rituðu máli
- Frábært mötuneyti með niðurgreiddum morgunmat og hádegismat.
- Veglegan líkamsræktarstyrk, virkt starfsmannafélag og gott félagslíf
- Góðan aðbúnað í nýjum höfuðstöðvum
- Sjálfboðastarf til áhrifa – launaður dagur til að sinna sjálfbærniverkefnum













