

Bókari og uppgjörsaðili
Uppgjör og Reikningsskil ehf. óskar eftir öflugum og ábyrgðarmiklum starfsmanni í bókhaldsstörf. Leitað er að einstaklingi með reynslu af almennu bókhaldi og tengdum verkefnum, sem getur unnið sjálfstætt og með góðri þjónustulund.
Um starfið:
Í starfinu felst m.a.:
-
Dagleg færsla bókhalds og afstemmingar
-
Virðisaukaskattsskil og launavinnsla
-
Reikningagerð og útsending
-
Uppgjör mánaðarlega og árlega
-
Gerð ársreikninga og skila til opinberra aðila
-
Samskipti við viðskiptavini og opinbera aðila
-
Reynsla af bókhaldi og/eða bókhaldsforritum (t.d. DK, Reglu, BC eða Navision er kostur)
-
Þekking á launavinnslu og skattaskilum
-
Góð kunnátta í Excel og almennri tölvuvinnslu
-
Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
-
Þjónustulund og góð samskiptafærni
-
Menntun á sviði viðskipta eða bókhalds.
Uppgjör og Reikningsskil ehf. er lítið og fjölskylduvænt bókhaldsfyrirtæki með aðsetur í Hafnarfirði. Við sinnum fjölbreyttum hópi viðskiptavina með metnaði fyrir nákvæmni, góðri þjónustu og lausnamiðuðum vinnubrögðum.













