

Fangavörður á Litla Hrauni og Sogni (Sumarstarf)
Fangelsismálastofnun leitar að áhugasömu fólki til að starfa við fangavörslu í sumar. Í boði eru sumarstörf á Litla Hrauni og á Sogni.
Fangelsið Litla-Hrauni er lokað fangelsi fyrir 83 karlkyns afplánunarfanga og er staðsett á Eyrarbakka. Hér vistast yfirleitt þeir sem eru með lengri dóma. Það er sérstök meðferðardeild þar sem fer fram vímuefnameðferð. Í fangelsinu eru sex vinnustaðir sem sinna fjölbreyttum verkefnum, t.a.m. eru allar bílnúmeraplötur framleiddar hér. Á Litla Hrauni starfa um 70 manns.
Fangelsið á Sogni er skilgreind sem opin fangelsi fyrir 21 karl og kvennfanga og er staðsett í Ölfusi og rekið í nánu samstarfi við Litla-Hraun. Á Sogni starfa 12 manns.
Hlutverk fangavarða er margþætt. Það er að meginstefnu þjónustustarf, en fangaverðir hafa valdbeitingarheimild og felst starfið einnig í að tryggja öryggi skjólstæðinga og utanaðkomandi aðila. Fangaverðir vinna í samræmi við markmið laga um fullnustu refsinga að stuðla að farsælli endurkomu í samfélag eftir afplánun. Þeir sinna því mikilvægu félagslegu hlutverki með því að veita skjólstæðingum leiðsögn og stuðning þegar þess er þörf.
Góður fangavörður hefur þá eiginleika að hann getur nálgast skjólstæðinga sína með virðingu að leiðarljósi, en tekið erfiðar ákvarðanir þegar á reynir, oft undir miklu álagi.
Við leitum að jákvæðu fólki sem er framúrskarandi í samskiptum og langar að vinna í lifandi og krefjandi starfsumhverfi.
Vaktakerfi: Flestir fangaverðir starfa á vöktum og eru þær þrískiptar. Dagvakt frá 7:45-16:00, kvöldvakt frá 15:45-23:15 og næturvakt frá 23:00-08:00. Unnið er að meðaltali um 17-18 vaktir á mánuði. Starfsandi er góður og við fáum marga sumarstarfsmenn aftur og aftur. Reynt er að halda vel utan um starfsfólk þegar upp koma erfið atviku, t.d. með félagastuðningi.
Lágmarksaldur umsækjenda er 20 ár.
- Leiðsögn og aðstoð við skjólstæðinga
- Eftirlit og verkstjórn
- Þátttaka í allri daglegri starfsemi fangelsa
- Góð almenn menntun
- Jákvætt viðhorf og góð færni í mannlegum samskiptum
- Metnaður, frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt og í teymum
- Geta til að bregðast skjótt við breytilegum aðstæðum
- Gott vald á íslensku og ensku
- Góð tölvufærni













