
Landsvirkjun
Við hjá Landsvirkjun vinnum rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum og rekum 15 vatnsaflsstöðvar, þrjár jarðvarmastöðvar og tvær vindmyllur í rannsóknaskyni, á fimm starfssvæðum víðs vegar um land. Höfuðstöðvar okkar eru í Reykjavík.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.
Við tryggjum starfsfólki góðan aðbúnað og sveigjanleika til að einfalda og auðvelda heilbrigða samþættingu vinnu og einkalífs. Stöðugt er hlúð að vellíðan og farsæld starfsfólks og unnið með heilsutengdar forvarnir, öryggi og vinnuvernd.
Við fögnum fjölbreytileikanum og leggjum áherslu á jafnrétti í öllum okkar störfum.

Ertu með allt á hreinu?
Hreint og snyrtilegt vinnuumhverfi er mikilvægur þáttur í starfsemi okkar hjá Landsvirkjun. Við óskum eftir að ráða einstakling til að annast almenn þrif og ræstingar í Sogsstöðvum. Um er að ræða þrif í vélasölum, í skrifstofuhúsnæði, hreinlætisaðstöðu og gistirýmum ásamt því að hafa umsjón með þvotti. Einnig tilfallandi aðstoð og afleysingar í mötuneyti.
Við Sogið eru aflstöðvar Landsvirkjunar þrjár; Írafossstöð, Ljósafossstöð og Steingrímsstöð.
Hæfni:
-
góð almenn menntun og námskeið sem nýtast í starfi
-
reynsla af þrifum við sambærilegar aðstæður er kostur
-
snyrtimennska og rík þjónustulund
-
sveigjanleiki, metnaður og vinnugleði
-
lipurð í samskiptum og jákvæðni
Auglýsing birt9. maí 2025
Umsóknarfrestur20. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Írafossvirkjun 168922, 801 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniMannleg samskiptiSamviskusemiÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Hópstjóri / Group Leader
Dagar hf.

Sérhæfð verkefni í ræstingum / Specific cleaning projects
Dagar hf.

Housekeeping Supervisor
The Reykjavik EDITION

Join our housekeeping team at Bus Hostel Reykjavik!
Bus Hostel Reykjavik

Starfsmaður í framleiðslu
Gæðabakstur

Factory cleaning
Dictum Ræsting

Aðstoðarmatráður í skólamötuneyti Brekkubæjarskóla
Brekkubæjarskóli

Skólaliðar í Brekkubæjarskóla
Brekkubæjarskóli

Umsjónarmaður á verkstæði / Motorhome workshop maintenance
Rent Easy Iceland

Ræstingar og húsvarsla - Cleaning and housekeeping
Knattspyrnufélagið Víkingur

Part time Hotel team member
Náttúra-Yurtel ehf.

Þrif í Hvammsvík / Housekeeper in Hvammsvík
Hvammsvík Sjóböð ehf