

Ráðgjafi í málefnum barna og ungmenna-Molinn
Ráðgjafi í Molanum miðstöð unga fólksins vinnur að snemmtækum stuðningi sem miðar að því að börn og ungmenni fái styrkingu sem fyrst í samstarfi við bæði grunnskóla í Kópavogi og framhaldsskóla, í þeim tilgangi að styrkja félagslega virkni og/eða til náms og atvinnu. Ráðgjafi hefur umsjón með og skipuleggur samfellda þjónustu er snýr að stuðningi við börn og ungmenni í Kópavogi.
Ráðgjafi starfar í Molanum þar sem lögð er áhersla á faglega og fjölbreytta starfsemi þar sem rödd barna og ungmenna hefur mikið vægi. Unnið er með hæfileika og styrkleika þeirra, þeim tryggð jöfn tækifæri með það að markmiði að efla þau, styrkja og þroska til virka þátttöku í samfélaginu á sama tíma og þörfum þeirra fyrir aðstöðu til afþreyingar, frítíma- og ungmennastarfs og skapandi verkefna er mætt.
- Umsjón með mótun verklags til samþættingar þjónustu og stuðnings við börn og ungmenni í Kópavogi.
- Ábyrgð á einstaklingsmiðaðri ráðgjöf til barna og ungmenna, sem tekur mið af þörfum hvers og eins.
- Vinnur í samstarfi við grunnskóla, framhaldsskóla, félagsmiðstöðvar, ráðgjafa á velferðarsviði og stuðlar markvisst að heildstæðri þjónustu Molans miðstöð unga fólksins.
- Vinnur að því að styðja við samfellu á milli grunnskóla og framhaldskóla í þeim tilgangi að styrkja félagslega virkni ákveðins hóp barna og ungmenna til náms eða atvinnu.
- Kemur á samstarfi við þá aðila sem bjóða upp á leiðir til að styrkja börn og ungmenni til þátttöku á vinnumarkaði.
- Tekur virkan þátt í kynningu á þjónustu Molans miðstöð unga fólksins fyrir starfsfólki þvert á deildir og svið í sveitarfélaginu og á höfuðborgarsvæðinu, í grunnskólum og félagsmiðstöðvum í Kópavogi og framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu.
- Skipuleggur og heldur utan um sértækt hópastarf í Molanum miðstöð unga fólksins sem snýr að stuðningi og ráðgjöf við hópa barna og ungmenna í samstarfi við aðra sem vinna að málefnum barna og ungmenna.
- Framkvæmir önnur þau verkefni sem deildarstjóri frístundadeildar og sviðsstjóri menntasviðs fela honum og falla að hans starfssviði.
- Háskólamenntun á sviði félags- og menntavísinda eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af störfum með börnum og ungmennum í skipulögðu frístundastarfi.
- Þekking og reynsla af þjónustu ungmennahúsa eða sambærilegu starfi.
- Reynsla af þverfaglegu samstarfi í mótun þjónustu við börn og ungmenni.
- Færni í samskiptum, jákvætt viðmót og áhuga af starfi með börnum og ungmennum.
- Frumkvæði og sjálfstæði í störfum.
- Góð skipulagshæfni og fagleg vinnubrögð.
- Góð íslenskukunnátta æskileg.
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins



















