

Umbóta- og þróunarstjóri Kópavogsbæjar
Viltu taka þátt í að skapa framtíðarsýn fyrir framsækið sveitarfélag?
Kópavogsbær leitar að drífandi umbóta- og þróunarstjóra sem býr yfir vilja og getu til að leiða framþróun í einu stærsta og öflugasta sveitarfélagi landsins. Þetta er einstakt tækifæri fyrir metnaðarfullan einstakling sem býr yfir umbótadrifinni hugsun, hefur sterka leiðtogahæfni og getur skapað hvetjandi starfsumhverfi þar sem nýsköpun og þjónustuumbætur eru í forgrunni.
Skrifstofa umbóta og þróunar er leiðandi í stefnumörkun og innleiðingu samþykktra stefna Kópavogsbæjar. Hún stýrir umbótum, þróunarverkefnum og stafrænum lausnum í samvinnu við stjórnendur bæjarins. Menningarmál heyra undir skrifstofuna sem annast jafnframt samskipta-, markaðs- og kynningarmál í samvinnu við bæjarstjóra og stjórnendur. Umbóta- og þróunarstjóri er lykilaðili í stjórnendateymi Kópavogsbæjar og tekur virkan þátt í stefnumótun sveitarfélagsins.
- Dagleg stjórnun skrifstofu og þeirra málaflokka sem undir hana heyra
- Stefnumótun og innleiðing á stefnum þvert á sveitarfélagið
- Ábyrgð á stafrænum umbótaverkefnum og efling stafrænna þjónustuleiða
- Ábyrgð á framkvæmd stefnu Kópavogsbæjar í stafrænni þróun og sjálfvirknivæðingu
- Ábyrgð á framkvæmd stefnu í menningarmálum í samráði við forstöðumann menningarmála
- Setur mælanleg heildarmarkmið varðandi þróun og umbætur í stafrænni þróun
- Ábyrgð á markaðs og kynningarmálum inn á við og út á við þvert á svið og skrifstofur
- Leiðir gerð og eftirfylgni árangursmælikvarða sveitarfélagsins
- Fylgir eftir starfs- og aðgerðaráætlunum sviða og skrifstofa sveitarfélagsins
- Ber ábyrgð á og leiðir verkefni sem snúa að íbúatengslum
- Starfar samkvæmt stefnu bæjarstjórnar og fjárhagsáætlun hverju sinni
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi og framhaldsmenntun á háskólastigi
- Farsæl reynsla af stjórnun og sterkri leiðtogafærni
- Haldbær reynsla af stefnumótun og innleiðing umbótaverkefna
- Góð þekking og reynsla af verkefna- og breytingastjórnun
- Hæfni til að tileinka sér nýjungar á sviði upplýsingatækni
- Þekking á samskipta- og markaðsmálum
- Hæfni til að setja fram skýr markmið, forgangsraða verkefnum og fylgja þeim eftir
- Góð hæfni í að byggja upp teymi, leiða samstarf og skapa traust
- Frumkvæði, sjálfstæði og umbótadrifin hugsun
- Mjög góð samskiptahæfni og færni í íslensku og ensku
- Innsýn í menningarmál æskileg
- Reysnla af stjórnun vefkerfa, upplýsingamiðlunar og samfélagsmiðla æskileg
- Árangursrík reynsla af þróun stafrænna lausna og sjálfvirknivæðingu er kostur
- Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins




















