Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Þjónustustjóri Kópavogsbæjar

Viltu hafa áhrif á hvernig þjónusta Kópavogsbæjar þróast og mótast til framtíðar?

Kópavogsbær leitar að öflugum og framsýnum þjónustustjóra sem hefur skýra sýn á hvernig hægt er að bæta og efla þjónustu sveitarfélagsins, bæði innanhúss og gagnvart íbúum.

Í þessu lykilhlutverki færðu tækifæri til að móta þjónustustefnu, leiða nýsköpun í þjónustu, innleiða skilvirkari lausnir og tryggja að þjónusta bæjarins sé nútímaleg, fagleg og aðgengileg.

Ef þú hefur brennandi áhuga á að leiða breytingar og skapa framúrskarandi þjónustumenningu – þá er þetta starfið fyrir þig!

Þjónustustjóri er í lykilhlutverk innan stjórnendateymis Kópavogsbæjar og vinnur náið með bæjarstjóra og stjórnendum sviða og stofnana.

Skrifstofa þjónustu Kópavogsbæjar mótar og framfylgir þjónustustefnu bæjarins, bæði í innri og ytri starfsemi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórnun skrifstofunnar og þeirra málaflokka sem undir hana heyra
  • Leiðir stefnumótun og skipulag innri og ytri þjónustu þvert á svið, skrifstofur og stofnanir bæjarins
  • Leiðir þjónustuver Kópavogsbæjar og setur skýr þjónustumarkmið fyrir sveitarfélagið
  • Setur heildarmarkmið varðandi þjónustu við íbúa og aðra hagaðila.
  • Setur markmið um miðlæga þjónustu þvert á svið, skrifstofur og stofnanir bæjarins í samvinnu við aðra stjórnendur
  • Ábyrgð á og leiða verkefni sem snúa að gæðamálum og almennri þjónustu við íbúa
  • Hanna, innleiða og bæta þjónustuferla með þarfir íbúa og starfsfólks í fyrirrúmi og setur þjónustumarkmið fyrir starfsemi sveitarfélagsins
  • Undirbýr og aðstoðar við gerð fjárhagsáætlana þeirra starfseininga sem undir hann heyra
  • Ábyrgð á framkvæmd stefnu í innkaupamálum og samskiptum við birgja
  • Umsjón og ábyrgð á upplýsingatækni, rekstrar- og notendaþjónustu, netöryggismála og hugbúnaðarþróunar bæjarins
  • Ábyrgð á fasteignaumsjón og mötuneyti
  • Starfar samkvæmt stefnu bæjarstjórnar og fjárhagsáætlun hverju sinni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi og framhaldsmenntun á háskólastigi
  • Farsæl reynsla af stjórnun og sterk leiðtogahæfni
  • Reynsla af því að leiða fjölbreytt verkefni og teymi
  • Góð þekking á verkefna- og breytingastjórnun
  • Skýr framtíðarsýn og vilji til umbóta
  • Reynsla af rekstri og hæfni til að tryggja hagkvæma og ábyrga nýtingu fjármuna
  • Góð þekking á þjónustustýringu
  • Þekking af opinberum innkaupum er kostur
  • Reynsla af nýtingu upplýsingakerfa og tæknilausna til að bæta þjónustu og skilvirkni
  • Þekking af opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Frumkvæði, sjálfstæði og lausnamiðaðri hugsun
  • Mjög góð samskiptahæfni og hæfileiki til að byggja upp traust og árangursríkt samstarf
  • Góð færni í að tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Auglýsing birt28. febrúar 2025
Umsóknarfrestur14. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar