

Þjónustustjóri Kópavogsbæjar
Viltu hafa áhrif á hvernig þjónusta Kópavogsbæjar þróast og mótast til framtíðar?
Kópavogsbær leitar að öflugum og framsýnum þjónustustjóra sem hefur skýra sýn á hvernig hægt er að bæta og efla þjónustu sveitarfélagsins, bæði innanhúss og gagnvart íbúum.
Í þessu lykilhlutverki færðu tækifæri til að móta þjónustustefnu, leiða nýsköpun í þjónustu, innleiða skilvirkari lausnir og tryggja að þjónusta bæjarins sé nútímaleg, fagleg og aðgengileg.
Ef þú hefur brennandi áhuga á að leiða breytingar og skapa framúrskarandi þjónustumenningu – þá er þetta starfið fyrir þig!
Þjónustustjóri er í lykilhlutverk innan stjórnendateymis Kópavogsbæjar og vinnur náið með bæjarstjóra og stjórnendum sviða og stofnana.
Skrifstofa þjónustu Kópavogsbæjar mótar og framfylgir þjónustustefnu bæjarins, bæði í innri og ytri starfsemi.
- Dagleg stjórnun skrifstofunnar og þeirra málaflokka sem undir hana heyra
- Leiðir stefnumótun og skipulag innri og ytri þjónustu þvert á svið, skrifstofur og stofnanir bæjarins
- Leiðir þjónustuver Kópavogsbæjar og setur skýr þjónustumarkmið fyrir sveitarfélagið
- Setur heildarmarkmið varðandi þjónustu við íbúa og aðra hagaðila.
- Setur markmið um miðlæga þjónustu þvert á svið, skrifstofur og stofnanir bæjarins í samvinnu við aðra stjórnendur
- Ábyrgð á og leiða verkefni sem snúa að gæðamálum og almennri þjónustu við íbúa
- Hanna, innleiða og bæta þjónustuferla með þarfir íbúa og starfsfólks í fyrirrúmi og setur þjónustumarkmið fyrir starfsemi sveitarfélagsins
- Undirbýr og aðstoðar við gerð fjárhagsáætlana þeirra starfseininga sem undir hann heyra
- Ábyrgð á framkvæmd stefnu í innkaupamálum og samskiptum við birgja
- Umsjón og ábyrgð á upplýsingatækni, rekstrar- og notendaþjónustu, netöryggismála og hugbúnaðarþróunar bæjarins
- Ábyrgð á fasteignaumsjón og mötuneyti
- Starfar samkvæmt stefnu bæjarstjórnar og fjárhagsáætlun hverju sinni
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi og framhaldsmenntun á háskólastigi
- Farsæl reynsla af stjórnun og sterk leiðtogahæfni
- Reynsla af því að leiða fjölbreytt verkefni og teymi
- Góð þekking á verkefna- og breytingastjórnun
- Skýr framtíðarsýn og vilji til umbóta
- Reynsla af rekstri og hæfni til að tryggja hagkvæma og ábyrga nýtingu fjármuna
- Góð þekking á þjónustustýringu
- Þekking af opinberum innkaupum er kostur
- Reynsla af nýtingu upplýsingakerfa og tæknilausna til að bæta þjónustu og skilvirkni
- Þekking af opinberri stjórnsýslu er kostur
- Frumkvæði, sjálfstæði og lausnamiðaðri hugsun
- Mjög góð samskiptahæfni og hæfileiki til að byggja upp traust og árangursríkt samstarf
- Góð færni í að tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins




















