

Starfsfólk í félagslegri heimaþjónustu
Velferðarsvið Kópavogsbæjar óskar eftir starfsfólki í félagslega heimaþjónustu á dagvinnutíma virka daga.
Félagsleg heimaþjónusta hefur það markmið að aðstoða notendur sem geta ekki séð um heimilishald án utanaðkomandi aðstoðar. Þjónustan felur í sér aðstoð við heimilishald. Aðallega er um að ræða heimilisþrif, aðstoð við innkaup sem og félagslegan stuðning og hvatningu..
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita aðstoð við þrif og annað heimilishald
- Veita félagslegan stuðning til þeirra sem á þurfa að halda, svo sem í formi samveru, búðarferða, gönguferða og stuðnings við að sækja félagsstarf
- Samvinna við þjónustuþega og aðra starfsmenn
Hæfniskröfur
- Reynsla af starfi með öldruðum er kostur
- Stundvísi, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
- Reglusemi, sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi
- Gott vald á íslensku er skilyrði.
- Umsækjendur skulu vera 20 ára og eldri.
- Æskilegt að hafa bíl til umráða.
Um er að ræða fullt starf á dagvinnutíma, tímabundið eða eftir samkomulagi.
Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Kópavogsbæjar við ráðningar.
Allir einstaklingar sem ráðnir eru til starfa á velferðarsvið Kópavogsbæjar þurfa að gefa heimild til upplýsingaöflunar úr sakaskrá og undirrita trúnaðaryfirlýsingu.
Umsóknarfrestur er til og með 10.03.2025
Nánari upplýsingar um starfið veita þjónustustjórar félagslegrar heimaþjónustu í síma 441-0000 og á netfangi [email protected].
Einungis er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef Alfreðs.
- íslenskukunnátta
- Skipulagshæfni
- Stundvísi













