

Ráðgjafi í málefnum flóttafólks - Fjölskyldu- og barnamálasvið
Fjölskyldu-og barnamálasvið Hafnarfjarðarbæjar óskar eftir ráðgjafa í málefnum flóttafólks.
Hafnarfjarðarbær leitar að hugmyndaríkum og drífandi einstaklingum til starfa innan stoðdeildar flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Starfið tilheyrir fjölskyldu- og barnamálasviði Hafnarfjarðar. Um er að ræða fjölbreytt starf innan málaflokks sem fer sífellt stækkandi og er í stöðugri mótun.
Um er að ræða þrjú stöðugildi eitt til 6 mánaða, eitt til 12 mánaða og eina fastráðningu. Starfið er í skapandi starfsumhverfi þar sem viðkomandi gefst tækifæri á að vinna að nýrri nálgun sem ráðgjafi og við málastjórn, ásamt því að taka þátt í umbótastarfi innan málaflokksins með vinnu í þverfaglegum hópi mismunandi fagstétta. Lögð er áhersla á samþætta þjónustu og markvissa tengingu milli félags- og skólaþjónustu sveitarfélagsins.
Höfðað er sérstaklega til félagsráðgjafa, iðjuþjálfa eða fagfólks með uppeldis og menntunarbakgrunn.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd sem bíða úrlausnar mála sinna hjá UTL
- Þjónusta flóttafólk og aðstoða við inngildingu að íslensku samfélagi
- Afgreiðsla á umsóknum skjólstæðinga deildarinnar til fjölskyldu og barnamálasviðs
- Vinna að sköpun úrræða sem gagnast geta við inngildingu skjólstæðinga að íslensku samfélagi
- Samstarf við aðra sem að málaflokknum koma
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu
Menntunar- og hæfniskröfur:
- BA/BS gráða á sviði heilbrigðis-, mennta- eða félagsvísinda
- MS/MA gráða á sviði heilbrigðis-, mennta- eða félagsvísinda
- Reynsla af vinnu með einstaklingum, fjölskyldum og börnum með bakgrunn flóttafólks er kostur
- Áhugi og reynsla á verkefnadrifinni teymisvinnu
- Mjög góð samstarfs- og samskiptahæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Rík þjónustulund, áhugi og metnaður til að veita framúrskarandi þjónustu
- Íslenskukunnátta
Nánari upplýsingar veitir Ægir Örn Sigurgeirsson, deildarstjóri stoðdeildar flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd, [email protected]
Launakjör samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM
Umsóknarfrestur er til og með 07.03.2023
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Greinargóð ferilskrá og kynningarbréf fylgi umsókn.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.





































