
Laugarás Lagoon
Í sumar bætist ný perla í einstakt landslag uppsveita Árnessýslu. Laugarás Lagoon er nýr baðstaður í hjarta Suðurlands, við hina glæsilegu brú sem liggur yfir Hvítá við byggðina í Laugarási. Baðstaðurinn er hannaður þannig að hann fellur á fullkominn hátt inn í landslagið og veitir gestum einstaka upplifun með baðlóni á tveimur hæðum og einstöku útisvæði. Nákvæm dagsetning opnunar verður tilkynnt með vorinu.
Mikilvægur þáttur í töfrum Laugarás Lagoon verður veitingastaðurinn Ylja sem Gísli Matthías Auðunsson fer fyrir. Á Ylju munu gestir njóta matreiðslu sem nýtir ferskt sjávarfang, afurðir frá bændum á Suðurlandi, þá ekki síst hið ljúffenga grænmeti sem svæðið er þekkt fyrir.

Mannauðs-og öryggisstjóri / HR & Safety Manager
(English below)
Viltu styðja fólk í að vaxa og dafna – og tryggja að umhverfið í kringum það sé bæði öruggt og uppbyggilegt?
Við leitum að mannauðs- og öryggisstjóra sem hefur ástríðu fyrir bæði fólki og faglegu skipulagi. Hlutverk þitt verður að halda utan um velferð, fræðslu og starfsanda starfsfólks – samhliða því að tryggja öryggi, verklag og viðbragðsáætlanir í baðlóni og á veitingastaðnum Ylju.
Þetta er fjölbreytt og mikilvægt stjórnunarhlutverk þar sem þú vinnur þvert á teymi og heldur utan um grunnstoðir starfsins: mannauð, öryggi og faglegt verklag.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Mótun, innleiðing og utanumhald mannauðsstefnu og verklags
- Ráðningarferli, móttaka og þjálfun starfsfólks
- Eftirlit með öryggismálum – m.a. verklagsreglum, áhættumati og neyðaráætlunum
- Skipulag og utanumhald öryggisfræðslu og skyndihjálparnámskeiða
- Stuðningur við stjórnendur í daglegri mannauðsvinnslu og þróun starfsanda
- Vinna að stöðugum umbótum og tryggja að verklag sé í takt við lög og bestu starfsvenjur
- Stuðla að heildrænni vellíðan starfsfólks – andlegri, líkamlegri og félagslegri
Menntunar- og hæfniskröfur
- Hefur reynslu af mannauðsmálum, öryggis- og/eða skipulagsstörfum – helst úr þjónustuumhverfi
- Hefur góða innsýn í lög og reglur er varða vinnuumhverfi og öryggi
- Er lausnamiðaður, skipulagður og fær í að vinna sjálfstætt og í teymi
- Býr yfir góðri samskiptahæfni, trausti og næmni gagnvart fólki
- Hefur brennandi áhuga á að móta uppbyggilegt starfsumhverfi og styðja við vöxt annarra
- Talar íslensku og ensku á öruggan hátt – önnur tungumál eru kostur
Fríðindi í starfi
- Tækifæri til að taka þátt í að skapa glænýjan vinnustað í einstöku umhverfi á Suðurlandi
- Við getum boðið upp á húsnæði í nálægð við vinnustaðinn.
- Tækifæri til starfsþróunar
- Líflegt starfsumhverfi innan ferðaþjónustunnar
- Aðgang að þjónustu fyrirtækisins
Auglýsing birt16. apríl 2025
Umsóknarfrestur4. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Skálholtsvegi 1, Laugarási
Dugguvogi 42, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (7)

Yfirþjónn / Head Waiter
Laugarás Lagoon

Uppvask / Kitchen porter
Laugarás Lagoon

Gestgjafi þjónustu og upplifunar/Guest experience host
Laugarás Lagoon

Kokkar / Chefs
Laugarás Lagoon

Bað- og öryggisvörður/Spa Safety Attendant
Laugarás Lagoon

Viltu leiða þjónustu og upplifun í nýju baðlóni?
Laugarás Lagoon

Sölu- og bókanafulltrúi / Sales and booking representative
Laugarás Lagoon
Sambærileg störf (9)

Framkvæmdastjóri mannauðsmála / HR Manager
Alcoa Fjarðaál

Sérfræðingur í mannauðsmálum / HR Business Partner
Alcoa Fjarðaál

Sumarstarf í mannauðsdeild
Alvotech hf

Viltu leiða mannauðinn okkar?
Landsvirkjun

Þjónustu- og mannauðsfulltrúi
VHE

Aðstoðarframkvæmdastjóri – Administration Manager
Flügger Litir

Launa- og mannauðssérfræðingur
Air Atlanta Icelandic

Sérfræðingur í launum hjá ECIT Bókað ehf.
ECIT

Öryggis- og gæðastjóri
Sjúkratryggingar Íslands