
Sjúkratryggingar Íslands
Sjúkratryggingar er lykilstofnun í íslensku heilbrigðiskerfi. Við tryggjum réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu með það markmið að leiðarljósi að vernda heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.
Sjúkratryggingar vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna. Boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma, fjarvinnu allt að 2 daga í viku auk þess sem starfsfólk nýtur hlunninda á borð við íþróttastyrk og samgöngustyrk vegna vistvænna samgangna. Stofnunin hefur undanfarin ár tekið þátt í verkefninu um styttingu vinnuvikunnar og er vinnuvikan 36 stundir.
Öryggis- og gæðastjóri
Sjúkratryggingar Íslands óska eftir að ráða metnaðarfullan og kraftmikinn aðila til að leiða öryggis- og gæðamál stofnunarinnar.
Sjúkratryggingar eru lykilstofnun í íslensku heilbrigðiskerfi. Við tryggjum aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu með það markmið að vernda heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Ef þú hefur brennandi áhuga á öryggis- og gæðamálum og vilt leiða spennandi verkefni, þá gæti þetta verið starfið fyrir þig.
Sjúkratryggingar vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón með innleiðingu stjórnkerfis upplýsingaöryggis að fyrirmynd ISO 27001 og NIS2 tilskipunarinnar um netöryggi
- Ábyrgð á gæða- og upplýsingaöryggiskerfi Sjúkratrygginga
- Þróa verklagsreglur og leiðbeiningar tengdum öryggis- og gæðamálum
- Yfirumsjón með gerð áhættumats fyrir upplýsingatækniumhverfi
- Ráðgjöf og fræðsla til stjórnenda og starfsmanna í tengslum við gæðamál og upplýsingaöryggi
- Aðkoma að samningagerð og samskiptum er varðar gæða- og öryggismál
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla af gæða- og upplýsingaöryggismálum
- Reynsla af störfum tengdum upplýsingaöryggi samkvæmt ISO 27001 og NIS2 tilskipunarinnar er kostur
- Skipulagshæfileikar og hæfni í að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli
- Leiðtogahæfni, frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Sterk íslensku- og enskukunnátta
Fríðindi í starfi
- Verkefnamiðað vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna
Auglýsing birt18. mars 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðTölvuöryggiUmsýsla gæðakerfaVandvirkniÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Fjölhæfur skrifstofustjóri
Ísbor ehf

Launafulltrúi
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)

Forstöðumaður bókasafns / skjalavarsla
Hrunamannahreppur

Liðsmaður í bókhaldsdeild
Iceland ProServices

Innkaupastjóri
N1

Starfsmaður í fjárstýringu
Eimskip

Mannauðs-og öryggisstjóri / HR & Safety Manager
Laugarás Lagoon

Aðstoðarmaður lögmanna
Bótaréttur ehf

Svæðisfulltrúi á Höfuðborgarsvæðinu
Svæðisstöðvar íþróttahéraða

Sumarstarf á Akureyri - Fulltrúi í afgreiðslu
Eimskip

Söluráðgjafi með iðnþekkingu
Skanva ehf

Innheimtufulltrúi í búvörudeild SS - 50% starf
SS - Sláturfélag Suðurlands