
Laugarás Lagoon
Í sumar bætist ný perla í einstakt landslag uppsveita Árnessýslu. Laugarás Lagoon er nýr baðstaður í hjarta Suðurlands, við hina glæsilegu brú sem liggur yfir Hvítá við byggðina í Laugarási. Baðstaðurinn er hannaður þannig að hann fellur á fullkominn hátt inn í landslagið og veitir gestum einstaka upplifun með baðlóni á tveimur hæðum og einstöku útisvæði. Nákvæm dagsetning opnunar verður tilkynnt með vorinu.
Mikilvægur þáttur í töfrum Laugarás Lagoon verður veitingastaðurinn Ylja sem Gísli Matthías Auðunsson fer fyrir. Á Ylju munu gestir njóta matreiðslu sem nýtir ferskt sjávarfang, afurðir frá bændum á Suðurlandi, þá ekki síst hið ljúffenga grænmeti sem svæðið er þekkt fyrir.

Yfirþjónn / Head Waiter
(English below)
Hefurðu áhuga á að stíga inn í lykilhlutverk þar sem þú leiðir þjónustuna og mótar stemninguna á nýjum veitingastað?
Ylja er nýr veitingastaður í hjarta Laugaráss, staðsettur við Í Laugarás Lagoon sem opnar á næstu misserum – þar sem náttúra, næring og vellíðan fara saman. Við leitum nú að yfirþjóni sem hefur ástríðu fyrir frábærri þjónustu, góða yfirsýn og hæfileika til að leiða með hlýju og fagmennsku.
Sem yfirþjónn í Ylju munt þú leiða þjónustuteymið á gólfinu, tryggja að gestir njóti samfelldrar og vandaðrar upplifunar – og vera lykilmanneskja í því að móta stemningu, gæði og þjónustumenningu staðarins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Taka á móti gestum af hlýju og fagmennsku og tryggja að upplifun þeirra sé einstök frá upphafi til enda
- Leiða þjónustuteymi í sal, skipuleggja verkaskiptingu og styðja við starfsfólk á vöktum
- Vinna náið með eldhúsi og stjórnendum að samhæfingu þjónustu og framreiðslu
- Þjálfa og leiðbeina nýju starfsfólki í þjónustustöðlum og verklagi
- Tryggja faglegt utanumhald um borðapantanir og þjónustuflæði
- Vera vakandi fyrir tækifærum til að bæta upplifun gesta og koma með hugmyndir að nýjungum
- Viðhalda snyrtilegu og öruggu vinnuumhverfi í sal og móttöku
Menntunar- og hæfniskröfur
- Hefur brennandi áhuga á þjónustu, matarmenningu og mannlegum samskiptum
- Hefur reynslu af veitingaþjónustu – helst í leiðandi hlutverki
- Nýtur þess að taka frumkvæði, leiða teymi og byggja upp jákvæðan starfsanda
- Er skipulagður, lausnamiðaður og getur brugðist skjótt við mismunandi aðstæðum
- Talar ágæta íslensku og ensku – önnur tungumál eru kostur
Fríðindi í starfi
- Tækifæri til að taka þátt í að skapa glænýjan vinnustað í einstöku umhverfi á Suðurlandi
- Við getum boðið upp á húsnæði í nálægð við vinnustaðinn.
- Tækifæri til starfsþróunar
- Líflegt starfsumhverfi innan ferðaþjónustunnar
- Aðgangur að þjónustu fyrirtækisins
Auglýsing birt16. apríl 2025
Umsóknarfrestur4. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Skálholtsveg 1, Laugarási
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (7)

Uppvask / Kitchen porter
Laugarás Lagoon

Gestgjafi þjónustu og upplifunar/Guest experience host
Laugarás Lagoon

Kokkar / Chefs
Laugarás Lagoon

Mannauðs-og öryggisstjóri / HR & Safety Manager
Laugarás Lagoon

Bað- og öryggisvörður/Spa Safety Attendant
Laugarás Lagoon

Viltu leiða þjónustu og upplifun í nýju baðlóni?
Laugarás Lagoon

Sölu- og bókanafulltrúi / Sales and booking representative
Laugarás Lagoon
Sambærileg störf (12)

Yfirmatreiðslumaður á Moss Restaurant/Head chef at Moss Rest
Bláa Lónið

Gestgjafi þjónustu og upplifunar/Guest experience host
Laugarás Lagoon

Söluráðgjafi Fastus lausna
Fastus

Starfsmaður á dagvaktir / Kitchen worker on dayshifts
Haninn ehf

Duty Production Manager
NEWREST ICELAND ehf.

Uppvaskari / Dishwasher
Lux veitingar

Work in new Lava café in Hvolsvöllur, Lava centre
Lava veitingar ehf.

Þjónar / Barþjónar / Bartender / Waitres
American Bar

Sælkerabúðin
Sælkerabúðin

Vaktstjóri í stúdentakjallaranum
Stúdentakjallarinn

Hressir þjónar í hlutastarf
Tres Locos

Yfirþjónn – Stracta Hótel
Stracta Hótel