Laugarás Lagoon
Laugarás Lagoon
Laugarás Lagoon

Yfirþjónn / Head Waiter

(English below)

Hefurðu áhuga á að stíga inn í lykilhlutverk þar sem þú leiðir þjónustuna og mótar stemninguna á nýjum veitingastað?

Ylja er nýr veitingastaður í hjarta Laugaráss, staðsettur við Í Laugarás Lagoon sem opnar á næstu misserum – þar sem náttúra, næring og vellíðan fara saman. Við leitum nú að yfirþjóni sem hefur ástríðu fyrir frábærri þjónustu, góða yfirsýn og hæfileika til að leiða með hlýju og fagmennsku.

Sem yfirþjónn í Ylju munt þú leiða þjónustuteymið á gólfinu, tryggja að gestir njóti samfelldrar og vandaðrar upplifunar – og vera lykilmanneskja í því að móta stemningu, gæði og þjónustumenningu staðarins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Taka á móti gestum af hlýju og fagmennsku og tryggja að upplifun þeirra sé einstök frá upphafi til enda
  • Leiða þjónustuteymi í sal, skipuleggja verkaskiptingu og styðja við starfsfólk á vöktum
  • Vinna náið með eldhúsi og stjórnendum að samhæfingu þjónustu og framreiðslu
  • Þjálfa og leiðbeina nýju starfsfólki í þjónustustöðlum og verklagi
  • Tryggja faglegt utanumhald um borðapantanir og þjónustuflæði
  • Vera vakandi fyrir tækifærum til að bæta upplifun gesta og koma með hugmyndir að nýjungum
  • Viðhalda snyrtilegu og öruggu vinnuumhverfi í sal og móttöku
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Hefur brennandi áhuga á þjónustu, matarmenningu og mannlegum samskiptum
  • Hefur reynslu af veitingaþjónustu – helst í leiðandi hlutverki
  • Nýtur þess að taka frumkvæði, leiða teymi og byggja upp jákvæðan starfsanda
  • Er skipulagður, lausnamiðaður og getur brugðist skjótt við mismunandi aðstæðum
  • Talar ágæta íslensku og ensku – önnur tungumál eru kostur
Fríðindi í starfi
  • Tækifæri til að taka þátt í að skapa glænýjan vinnustað í einstöku umhverfi á Suðurlandi
  • Við getum boðið upp á húsnæði í nálægð við vinnustaðinn.
  • Tækifæri til starfsþróunar
  • Líflegt starfsumhverfi innan ferðaþjónustunnar
  • Aðgangur að þjónustu fyrirtækisins 
Auglýsing birt16. apríl 2025
Umsóknarfrestur4. maí 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Skálholtsveg 1, Laugarási
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar