
Laugarás Lagoon
Í sumar bætist ný perla í einstakt landslag uppsveita Árnessýslu. Laugarás Lagoon er nýr baðstaður í hjarta Suðurlands, við hina glæsilegu brú sem liggur yfir Hvítá við byggðina í Laugarási. Baðstaðurinn er hannaður þannig að hann fellur á fullkominn hátt inn í landslagið og veitir gestum einstaka upplifun með baðlóni á tveimur hæðum og einstöku útisvæði. Nákvæm dagsetning opnunar verður tilkynnt með vorinu.
Mikilvægur þáttur í töfrum Laugarás Lagoon verður veitingastaðurinn Ylja sem Gísli Matthías Auðunsson fer fyrir. Á Ylju munu gestir njóta matreiðslu sem nýtir ferskt sjávarfang, afurðir frá bændum á Suðurlandi, þá ekki síst hið ljúffenga grænmeti sem svæðið er þekkt fyrir.

Viltu leiða þjónustu og upplifun í nýju baðlóni?
Við leitum að drífandi, ábyrgum og jákvæðum einstaklingi í hlutverk vaktstjóra þjónustu og upplifunar í nýju og einstökum áfangastsað sem opnar í Laugarási á næstu misserum – þar sem náttúra, vellíðan og dýrmæt upplifun mætast á einum stað.
Í þessari fjölbreyttu og mikilvægu stöðu leiðir þú daglegt þjónustuflæði bæði í baðlóni og á veitingastaðnum Ylju, sem staðsettur er við baðsvæðið. Þú berð ábyrgð á því að gestir upplifi hlýju, fagmennsku og samfellda þjónustu – hvort sem þeir eru á á baðsvæðinu eða njóta góðrar máltíðar.
Sem vaktstjóri tekur þú virkan þátt í að móta stemningu, þjónustustefnu og teymið sem mun skapa eftirminnilega upplifun fyrir gesti okkar. Unnið er í vaktavinnu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móta og viðhalda einstakri gestaupplifun með hlýlegri og faglegri þjónustu
- Leiða og styðja starfsfólk í daglegum verkefnum og tryggja gott flæði í þjónustu
- Veita gestum skýrar og vingjarnlegar upplýsingar um reglur, aðstöðu og upplifanir sem í boði eru
- Hafa yfirsýn yfir veitingasvæðið og tryggja að þjónusta í Ylju sé vönduð og hlýleg
- Bregðast við aðstæðum sem krefjast útsjónarsemi og lausnamiðaðrar hugsunar
- Koma með hugmyndir að nýjungum og leiðum til að bæta upplifun gesta og þróa þjónustuna áfram
- Taka virkan þátt í þjálfun nýrra starfsmanna og umbótastarfi í samstarfi við stjórnendur
- Vera jákvæð og hvetjandi fyrirmynd í samskiptum og stuðla að samheldni, samvinnu og góðum starfsanda
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði ferðaþjónustu, hótel- og gestaþjónustu, viðskipta, heilsu eða öðru sem nýtist í starfi
- Reynsla af þjónustustörfum, helst í forystuhlutverki
- Þekking á öryggismálum tengdum baðstöðum eða heilsuböðum er kostur
- Almenn tölvukunnátta og reynsla af bókunar- og þjónustukerfum
- Góð færni í íslensku og ensku – önnur tungumálakunnátta er kostur
- Frábær samskiptahæfni – bæði gagnvart gestum og samstarfsfólki
- Færni í að miðla upplýsingum á skýran, hlýlegan og faglegan hátt
- Hæfni til að takast á við krefjandi aðstæður með yfirvegun og þjónustulund
Fríðindi í starfi
- Tækifæri til að taka þátt í að skapa glænýjan vinnustað í einstöku umhverfi á Suðurlandi
- Við getum boðið upp á húsnæði í nálægð við vinnustaðinn.
- Tækifæri til starfsþróunar
- Líflegt starfsumhverfi innan ferðaþjónustunnar
- Aðgang að þjónustu fyrirtækisins
Auglýsing birt16. apríl 2025
Umsóknarfrestur4. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Skálholtsvegi 1, Laugarási
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (7)

Yfirþjónn / Head Waiter
Laugarás Lagoon

Uppvask / Kitchen porter
Laugarás Lagoon

Gestgjafi þjónustu og upplifunar/Guest experience host
Laugarás Lagoon

Kokkar / Chefs
Laugarás Lagoon

Mannauðs-og öryggisstjóri / HR & Safety Manager
Laugarás Lagoon

Bað- og öryggisvörður/Spa Safety Attendant
Laugarás Lagoon

Sölu- og bókanafulltrúi / Sales and booking representative
Laugarás Lagoon
Sambærileg störf (12)

Sölu- og bókanafulltrúi / Sales and booking representative
Laugarás Lagoon

Starfsmaður í ferðaþjónustu / Staff in the tourism industry
IcelandCover

Þjónustustjóri
Peloton ehf

Þjónustufulltrúi framtíðarstarf/sumarstarf
PLAY

Starfsmaður í Executive Lounge
Hilton Reykjavík Nordica

Mandarin-Speaking Travel Agency Operation Manager-Reykjavik
Nordibizz ehf.

Pricing Analyst
Icelandair

Foreign Exchange Sales Consultants - Keflavik Airport
PROSEGUR CHANGE ICELAND ehf.

Aðalbókari Aventuraholidays - fjármálastjóri
Aventuraholidays

Reception Agent - Night Shifts
Lotus Car Rental ehf.

Hveragarðurinn Hveragerði auglýsir eftir sumarstarfsfólki
Hveragerðisbær

Þjónustustjóri 66°Norður
66°North