Flügger Litir
Flügger Litir
Flügger Litir

Aðstoðarframkvæmdastjóri – Administration Manager

Flügger er stoltur framleiðandi og söluaðili málningar með sterka arfleifð, gæðavöru, hæft starfsfólk og trygga viðskiptavini. Hjá Flügger höfum við nýlega hleypt af stokkunum nýju stefnunni okkar Flügger Organic, byggð á sjálfbærri framleiðslu, vörum og umbúðum og með metnaðarfull vaxtar- og hagræðingarmarkmið og með sterka stafræna væðingu.

Flügger Iceland leitar nú að öflugum og framsýnum aðstoðarframkvæmdastjóra til að leiða skrifstofu fyrirtækisins á Íslandi. Hann sér einnig um aðfangakeðju, fjármál ásamt tölvu- og tæknimál fyrirtækisins.

Leitað er að lausnamiðuðum einstaklingi með getu til að starfa sjálfstætt og móta jákvætt starfsumhverfi.

Starfshlutfall er 100% og er upphafsdagur starfs eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

1) Skrifstofa:

·         Umsjón með fjármálum og bókhaldi í samstarfi við Flügger í Danmörku.

·         Samþykkt reikninga og eftirfylgni kostnaðareftirlits.

·         Umsjón með gerð fjárhagsáætlunar í samstarfi við Framkvæmdastjóra.

·         Ábyrgð á starfsmannamálum í samstarfi við mannauðsteymi Flügger í Danmörku og Framkvæmdastjóra.

2) Aðfangakeðja:

·         Sjá um pantanir á vörum frá Flügger erlendis og öðrum birgjum.

·         Tryggja birgðastýringu í samræmi við stefnu Flügger og árstíðabundnar sveiflur.

·         Uppfæra og gera söluáætlanir með miðlægri innkaupadeild.

·         Viðhalda og tryggja rétta uppsetningu á vörum.

3) Laun og tímaskráningar:

·         Tryggja réttar tímaskráningar í Tímon og yfirfara launaútreikninga fyrir allt starfsfólk.

·         Launavinnslan sjálf er unnin fyrir utan fyrirtækið.

·         Vinna launaáætlanir í samvinnu við stjórnendur.

·         Fylgjast með launakostnaði og greina frávik frá áætlunum í samráði við stjórnendur.

·         Fylgjast með breytingum á kjarasamningum og vinnulöggjöf.

4) Tölvu og tæknimál:

·         Í samstarfið við Flügger IT veita staðbundna aðstoð við tölvu og tæknilausnir.

·         Halda utanum og aðstoða við innleiðingar á tæknilausnum.

·         Halda utanum samvinnu deilda.

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Háskólamenntun sem nýtist í starfi.

·         Reynsla á sviði innkaupa og vörustjórnunar er nauðsynleg.

·         Mjög góð almenn tölvukunnátta og talnagleggni nauðsynleg.

·         Fagleg vinnubrögð, skipulagshæfni og kostnaðarvitund.

·         Jákvætt lífsviðhorf og lausnamiðuð nálgun.

·         Frumkvæði, drifkraftur og stefnumótandi hugsun.

·         Mjög góð íslenskukunnátta í ræðu og riti er skilyrði.

·         Enskukunnátta er skilyrði.

Umsóknarfrestur

Um er að ræða framtíðarstarf. 

Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl 2025 en farið er yfir umsóknir um leið og þær berast.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni umsækjanda í starfið.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Snorrason, framkvæmdastjóri, [email protected], 8939915

Auglýsing birt4. apríl 2025
Umsóknarfrestur21. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Stórhöfði 44, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.BirgðahaldPathCreated with Sketch.Dynamics AXPathCreated with Sketch.FjárhagsáætlanagerðPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.MannauðsstjórnunPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Microsoft OutlookPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar