
VHE
VHE er fjölskyldufyrirtæki, stofnað 1971 og hefur starfsstöðvar í Hafnarfirði, á Egilsstöðum og á Reyðarfirði.
Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 200 manns við hin ýmsu störf og erum við mjög stolt af þekkingu starfsmanna okkar og reynslu.
VHE er framsækið fyrirtæki á véla- og Mannvirkjasviði, við bjóðum upp á ítarlegar lausnir í hönnun, framleiðslu og þjónustu fyrir viðskiptavini okkar, má þar nefna sérhæfðar lausnir fyrir stóriðju, iðnað, orkufyrirtæki og mannvirkjagerð.
Konur sem karlar eru hvött til að sækja um öll auglýst störf hjá fyrirtækinu.
Umsóknir eru meðhöndlaðar með trúnaði.

Innkaupa- og sölufulltrúi - Reyðarfjörður
VHE ehf á Reyðarfirði, leitar að innkaupa- og sölufulltrúa á starfstöð sína á Reyðarfirði
Starfið felst í innkaupa- og sölustýringu á ýmsum vörum, ásamt almennu birgðahaldi.
Helstu verkefni:
- Lagerumsjón og birgðahald á austurlandi
- Innri og ytri innkaupastýring
- Gerð sölutilboða og sölupantana
- Eftirfylgni verkefna og pantana til viðskiptavina
- Samskipti við birgja, viðskiptavini og stjórnendur VHE
Við leitum að drífandi og þjónustulunduðum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á góðu skipulagi og fjölbreytilegum verkefnum.
Viðkomandi þarf að hafa reynslu af lager- og sölustörfum úr iðnaðarumhverfi ; hafa unnið í og haft góðan skilning á bókhaldskerfi, þá helst Navision; vera með almennt góða tölvufærni og að vera vel talandi og skrifandi á íslensku sem og ensku.
Um spennandi starf er að ræða, á fjölbreyttum og lifandi vinnustað þar sem næg tækifæri eru til að efla sig og þroska í starfi.
Möguleiki er á húsnæði og flutningsaðstoð
Auglýsing birt1. apríl 2025
Umsóknarfrestur30. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hraun 5, 731 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Söluráðgjafi á fyrirtækjasvið
Rún Heildverslun

Starfsmaður í Auka- og varahlutaverslun
Toyota

Sumarstarf á lager
Heilsa

Starfsmaður í vöruhúsi Keflavík
DHL Express Iceland ehf

Sumarstarf - Móttaka og umpökkun Lyfja
Heilsa

Starf á lager
Fastus

Söluráðgjafi
Íspan Glerborg ehf.

Akureyri: Verkstjóri timbursölu
Húsasmiðjan

Verslunarstjóri - Kjörbúðin Skagaströnd
Kjörbúðin

Starfsmaður í innkaupadeild
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)

Warehouse Employee – Full-Time (Keflavík Airport)
SSP Iceland

Ævintýrapersóna með söluhæfileika
Tripical Ísland