Húsasmiðjan
Húsasmiðjan
Húsasmiðjan

Akureyri: Verkstjóri timbursölu

Við leitum að harðduglegum og ábyrgum verkstjóra í timbursölu Húsasmiðjunnar á Akureyri. Starfið felur meðal annars í sér daglega stýringu á starfssemi timburdeildar, mannaforráð og eftirfylgni með verkferlum, s.s. er varða móttöku, tínslu og afgreiðslu vara, reglum um tækjanotkun og vörumeðhöndlun.

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi umhverfi þar sem öll vinnuaðstaða er til fyrirmyndar í nýlegu húsnæði, og vinnuumhverfið snyrtilegt. Við leggjum ríka áhersla á jákvætt hugarfar og að vinna saman að því alla daga að veita framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
  • Reynsla af stjórnun og mannaforráðum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
  • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
  • Góð tölvukunnátta
  • Gott vald á íslensku
  • Sterk öryggisvitund
  • Lyftarapróf, J réttindi eru kostur
  • Snyrtimennska 
Fríðindi í starfi
  • Ýmsir styrkir, s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur og fræðslustyrkur.
  • Heilsuefling, s.s. heilsufarsskoðun, bólusetning, aðgangur að sálfræðiþjónustu, heilsueflandi fræðsla.
  • Aðgangur að orlofshúsum.
  • Afsláttarkjör í verslunum okkar.
Auglýsing birt2. apríl 2025
Umsóknarfrestur1. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Freyjunes 1, 603 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar