
Húsasmiðjan
Húsasmiðjan er meðal stærstu verslunarfyrirtækja landsins og hluti af Bygma Gruppen A/S. Bygma rekur fjölmargar byggingavöruverslanir í Danmörku, Svíþjóð, Færeyjum og á Grænlandi. Ásamt því rekur fyrirtækið nokkur heildsölufyrirtæki á byggingavörumarkaði í Danmörku.
Húsasmiðjuverslanir eru 16 talsins og eru Blómavalsútibú í sjö þeirra. Jafnframt er rafiðnaðarverslunin Ískraft með fjögur útibú.
Hjá Húsasmiðjunni starfa um 500 starfsmenn vítt og breytt um landið sem hafa margskonar bakgrunn eins og pípari, blómaskreytir, bókari, smiður, viðskiptafræði, grafískur hönnuður, múrari og fleira og fleira.
Húsasmiðjan býður upp á lifandi starfsumhverfi og frábæran starfsanda. Við leggjum mikla áherslu á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.

Akureyri: Verkstjóri timbursölu
Við leitum að harðduglegum og ábyrgum verkstjóra í timbursölu Húsasmiðjunnar á Akureyri. Starfið felur meðal annars í sér daglega stýringu á starfssemi timburdeildar, mannaforráð og eftirfylgni með verkferlum, s.s. er varða móttöku, tínslu og afgreiðslu vara, reglum um tækjanotkun og vörumeðhöndlun.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi umhverfi þar sem öll vinnuaðstaða er til fyrirmyndar í nýlegu húsnæði, og vinnuumhverfið snyrtilegt. Við leggjum ríka áhersla á jákvætt hugarfar og að vinna saman að því alla daga að veita framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
- Reynsla af stjórnun og mannaforráðum
- Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
- Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
- Góð tölvukunnátta
- Gott vald á íslensku
- Sterk öryggisvitund
- Lyftarapróf, J réttindi eru kostur
- Snyrtimennska
Fríðindi í starfi
- Ýmsir styrkir, s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur og fræðslustyrkur.
- Heilsuefling, s.s. heilsufarsskoðun, bólusetning, aðgangur að sálfræðiþjónustu, heilsueflandi fræðsla.
- Aðgangur að orlofshúsum.
- Afsláttarkjör í verslunum okkar.
Auglýsing birt2. apríl 2025
Umsóknarfrestur1. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Freyjunes 1, 603 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Framtíðarstarf á Lager Öryggismiðstöðvarinnar
Öryggismiðstöðin

Sölufulltrúi í verslun Stórhöfða 25
Eirberg - Stuðlaberg heilbrigðistækni

Sölufulltrúi í verslun Tengis á Selfossi
Tengi

Sölu/afgreiðslustarf
AK Pure Skin ehf

Starfsmaður í verslun - Byko Suðurnesjum
Byko

Unit manager
SSP Iceland

Starfsfólk í verslun BIOEFFECT
BIOEFFECT ehf.

Verkstjóri - Akranes
Terra hf.

Starfsmaður í Auka- og varahlutaverslun
Toyota

Sumarstarf í verslun
Zara Smáralind

Sumarstarf á lager
Heilsa

Starfsmaður í vöruhúsi Keflavík
DHL Express Iceland ehf