
Varnir og Eftirlit
Varnir og Eftirlit ehf er í eigu AÞ-þrif ehf, en félagið hóf starfsemi sína árið 2001.
Meginverkefni Varna og eftirlits felast í starfrækslu meindýraeftirlits fyrirtækja og stofnana. Þannig sinna starfsmenn fyrirtækisins eftirliti og fyrirbyggjandi ráðstöfunum varðandi meindýravarnir. Þá er fyrirtækið viðskiptavinum sínum til ráðgjafar með þá þætti starfseminnar sem geta haft áhrif á álag vegna meindýra.
Varnir og Eftirlit er með sólarhrings þjónustu allt árið og við leggjum metnað okkar í stundvísi og að veita ávallt fyrirtaks þjónustu.
Fyrirtækið hefur yfir góðum tækjakosti að ráða s.s. röramyndavél til að skoða holræsakerfi, sérhæfðum frystibúnaði, einum sinnar tegundar á Íslandi, til að frysta í minus 79°C, við erfiðar aðstæður í húsnæðum.
Varnir og Eftirlit er umboðsaðili og flytur inn þann búnað sem notaður er af starfsmönnum við þjónustu- og forvarnarstörf hjá viðskiptavinum. Þannig tryggjum við að ávallt sé nægur búnaður til taks. Við notum eingöngu sérhæfðan búnað sem uppfyllir opinberar kröfur.
Meindýraeyðir óskast
Varnir og eftirlit (VE) óskar eftir að ráða meindýraeyði í fulla vinnu
Helstu verkefni og ábyrgð
- Meindýraeyðing og önnur sérverkefni með tilheyrandi verkþáttum sem eiga við hverju sinni.
- Umsjón með skipulagi og undirbúningi fastra heimsókna með yfirmanni deildarinnar og tryggir fullnægjandi framkvæmd.
- Eftirlit með að öll verkefni séu unnin eftir fyrirfram skilgreindum gæðastöðlum og verkferlum.
Menntunar- og hæfnikröfur
- Stundvísi og góð samskiptahæfni
- Ökuskirteini og geta til að keyra beinskiptan bíl.
- Réttindi sem meindýraeyðir er kostur en hægt að taka hjá VE
- Skotleyfi kostur
- Íslensku- eða enskukunnátta skilyrði
Umsóknarfrestur er til og með 28.apríl nk. Við hvetjum öll til þess að sækja um.
Vinnutími er frá 09:00 til 17:00 eins er möguleiki á tilfallandi yfirvinnu ef hennar er óskað.
Auglýsing birt10. apríl 2025
Umsóknarfrestur28. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Skeiðarás 12, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
Almenn ökuréttindiHreint sakavottorðSkotíþróttir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
1 d

Sölu- og þjónustufulltrúar - Söludeild - Hlutastarf
Bláa Lónið
1 d

Sölumaður Fagverslun
Rafkaup
1 d

Sumarstarf
DÚKA
1 d

Starfsmaður í smur- og dekkjaþjónustu/Oil and tire service
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar
1 d

Verkstjóri byggingaframkvæmda
GG Verk ehf
1 d

Kantsteypa Norðurlands Sumarvinna
Kantsteypa Norðurlands ehf.
1 d

Rental Agent / Shuttle Driver (Day shift or night shift)
Nordic Car Rental
1 d

Söluráðgjafi hjá Bayern Líf á Akureyri
Bayern líf
1 d

Aðstoðarmaður/sendill - Bílasöludeildir Suzuki og Vatt
Suzuki og Vatt - Bílaumboð
1 d

Verkstjóri Meindýraeftirlits
Varnir og Eftirlit
1 d

Starfsmaður í einingaverksmiðju
Íslandshús ehf.
2 d

Lager/útkeyrsla
Arna
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.