
VHE
VHE er fjölskyldufyrirtæki, stofnað 1971 og hefur starfsstöðvar í Hafnarfirði, á Egilsstöðum og á Reyðarfirði.
Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 200 manns við hin ýmsu störf og erum við mjög stolt af þekkingu starfsmanna okkar og reynslu.
VHE er framsækið fyrirtæki á véla- og Mannvirkjasviði, við bjóðum upp á ítarlegar lausnir í hönnun, framleiðslu og þjónustu fyrir viðskiptavini okkar, má þar nefna sérhæfðar lausnir fyrir stóriðju, iðnað, orkufyrirtæki og mannvirkjagerð.
Konur sem karlar eru hvött til að sækja um öll auglýst störf hjá fyrirtækinu.
Umsóknir eru meðhöndlaðar með trúnaði.

Þjónustu- og mannauðsfulltrúi
Við leitum að þjónustulunduðum einstaklingi til að vera með okkur á skrifstofunni.
Um tímabundna ráðningu er að ræða, með góðum möguleika á framtíðarstarfi.
Viðkomandi einstaklingur þarf að vera sjálfstæður í starfi, skipulagður og hafa framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni.
Helstu verkefni:
- Skipulag og framkvæmd á úthringingum til viðskiptavina
- Aðstoð við frágang á ráðningum, s.s. gerð ráðningarsamninga og önnur tengd skjöl
- Þjónusta við starfsmenn, m.a. upplýsingagjöf, útbúa skjöl og pappíra eftir þörfum
- Önnur tilfallandi verkefni á skrifstofu
Hæfni:
- Stúdentspróf eða sambærileg skólaganga er nauðsynleg
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð færni á microsoft 365 er nauðsynleg
- Reynsla af úthringingum eða sambærilegri þjónustu við viðskiptavini er kostur
- Reynsla og þekking af mannauðsmálum er líka mikill kostur
- Reiprennandi íslenskukunnátta er nauðsynleg ásamt meðalfærni í ensku
Ef þú ert fær um að vinna sjálfstætt, vera í góðu sambandi við aðra og hefur áhuga á að koma og vera með okkur, þá viljum við endilega heyra frá þér.
Öll kyn er hvött til að sækja um og er umsóknir meðhöndlaðar með fullum trúnaði.
Fríðindi í starfi
Mötuneyti - niðurgreiddar máltíðar
Heilsustyrkur
Fræðslustyrkur
Fjölskylduvænn vinnustaður
Auglýsing birt7. apríl 2025
Umsóknarfrestur19. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Melabraut 27, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Er bókhald þitt fag?
Hekla

Verkstjóri Meindýraeftirlits
Varnir og Eftirlit

Ert þú snillingur í varahlutum og þjónustu
Stilling

Sumarstarf í þjónustuveri Prime Tours í Reykjavík
Prime Tours

Afgreiðsla á bifreiðaverkstæði
Bílvogur bifreiðaverkstæði

Svæðisfulltrúi á Vestfjörðum
Svæðisstöðvar íþróttahéraða

Reikningsfulltrúi óskast
Íslenska gámafélagið

Þjónustufulltrúi í þjónustuveri BHM
BHM

Þjónustufulltrúi fjölskyldusviðs
Fjarðabyggð

indó leitar að þjónustusnillingi
indó sparisjóður 💸

Sölumaður - Prívat lúxusferðir
Deluxe Iceland

Starf í fjárhagsbókhaldi Landspítala
Landspítali