
Verkstjóri Meindýraeftirlits
Við leitum að öflugum og skipulögðum einstaklingi í starf verkstjóra. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf þar sem þú berð ábyrgð á daglegri verkstýringu (5 manna teymi), skipulagi verkefna bæði á verkstöðum og á skrifstofu, ásamt því að sinna meindýraeyðingum og öðrum sérverkefnum.
-
Dagleg verkstýring og verkefnastjórnun meindýraeyða.
-
Umsjón með tíma- og verkefnaskráningu (Tímon) og skilvirkri nýtingu mannauðs.
-
Halda utan um morgunfundi og tryggja að verkefni séu skýr og í samræmi við verkferla og gæðakröfur.
-
Umsjón og eftirfylgni með reikningagerð.
-
Samningagerð við nýja viðskiptavini.
-
Umsjón og ábyrgð á vaktsíma teymisins, skipulag á skiptingu milli starfsfólks.
-
Yfirsýn og ábyrgð á öllum verkefnum í tölvukerfum félagsins.
-
Framkvæmd meindýraeyðinga og önnur sérverkefni eftir þörfum.
-
Tryggja að reglubundnar þjónustuheimsóknir séu framkvæmdar á vandaðan hátt.
-
Önnur tilfallandi verkefni í samráði við næsta yfirmann.
-
Löggild réttindi sem meindýraeyðir
-
Reynsla af verkstýringu og teymisvinnu
-
Frábær samskiptahæfni og skipulagshæfileikar
-
Góð tölvukunnátta
-
Stundvísi og sjálfstæði í vinnubrögðum
-
Ökuskírteini
-
Skotvopnaleyfi er kostur
-
Góð íslensku- eða enskukunnátta (skilyrði)













