

Þjónustufulltrúi í þjónustuveri BHM
Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi í samhent teymi þjónustuvers BHM. Þjónustufulltrúi í þjónustuveri BHM veitir félagsfólki upplýsingar um ýmis mál og veitir aðstoð með umsóknir um styrki úr sjóðum bandalagsins í samvinnu við ráðgjafateymi.
BHM eru heildarsamtök 24 aðildarfélaga. Í félögunum eru um 18 þúsund félagar með margvíslegan bakgrunn og sérfræðiþekkingu, sem starfa á öllum sviðum samfélagsins.
-
Þjónusta við félagsfólk aðildarfélaga BHM
-
Móttaka og meðhöndlun gagna
-
Afgreiðsla umsókna
-
Þátttaka í viðvarandi umbótastarfi á ferlum og rafrænum lausnum þjónustuvers
-
Menntun sem nýtist í starfi
-
Þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
-
Frumkvæði og skipulagshæfni
-
Gott vald á íslensku máli í ræðu og riti
-
Góð tölvukunnátta













