Lögmaður á velferðarsviði Akureyrarbæjar
Velferðarsvið leitar að lögmanni á velferðarsvið. Um er að ræða ótímabundna 100% stöðu lögmanns. Unnið er í dagvinnu.
Á velferðarsviði Akureyrarbæjar er rekin fjölbreytt velferðarþjónusta samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, barnaverndarlögum, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og lögum um málefni aldraðra.
Markmið sviðsins er að veita einstaklingsbundna, sveigjanlega og framsækna velferðarþjónustu.
Lögmaður heyrir beint undir sviðsstjóra, hann vinnur þvert á velferðarsvið og sinnir þannig öllum málaflokkum sem heyra undir sviðið. Hefur samskipti við og getur farið með fyrirsvar gagnvart ráðuneytum, öðrum sveitarfélögum, úrskurðarnefndum, stofnunum, fyrirtækjum og öðrum aðilum.
Lögmaður annast lögfræðileg málefni fyrir hönd velferðarsviðs, veitir sviðsstjóra, forstöðumönnum og starfsmönnum lögfræðilega ráðgjöf og tekur þátt í stefnumótun og áætlanagerð. Hann sinnir málflutningi fyrir dómstólum.
- Er ráðgefandi í lögfræðilegum málefnum.
- Veitir sviðsstjóra, forstöðumönnum og starfsmönnum lögfræðilega ráðgjöf og getur í undantekningartilvikum mætt skjólstæðingum í viðtölum ásamt ráðgjöfum ef þess er óskað.
- Annast gerð álitsgerða og umsagna lögfræðilegs eðlis.
- Annast undirbúning dómsmála á sviðinu í samstarfi við sviðsstjóra og forstöðumenn.
- Annast málflutning fyrir dómstólum.
- Kemur að undirbúningi funda fyrir umdæmisráð Landsbyggða, sé þess óskað af forstöðumanni barnaverndar og ritar fundargerð á fundi umdæmisráðs. Hann fylgir úrskurðum umdæmisráðs Landsbyggða eftir fyrir dómi.
- Hefur samskipti við málsaðila barnaverndarmáls s.s. lögmenn og kemur fram gagnvart skjólstæðingum og lögmönnum þeirra. Í undantekningartilvikum getur verið um viðtöl að ræða og er þá ráðgjafi með málið alltaf einnig í samtalinu.
- Annast afhendingu gagna í málaflokkum sem heyra undir velferðarsvið í samstarfi við forstöðumenn.
- Annast kröfur um nauðungarvistanir og sviptingar sjálfræðis, fjárræðis eða lögræðis.
- Kemur að meðferð málsskota.
- Kemur að lögfræðilegum málefnum í tengslum við aðrar stofnanir og félagasamtök s.s. Gæða- og eftirlitsstofnun, sýslumenn, dómstóla, ráðuneyti o.fl. Lögmaður fer yfir samninga ef um samningagerð er að ræða.
- Aðstoðar við setningu reglna um þjónustuna m.t.t. laga og reglugerða, stundum með verkefnastjórn.
- Sinnir ýmsum lögfræðilegum verkefnum í samstarfi við bæjarlögmann.
- Önnur verkefni sem honum eru farlin af yfirmanni.
- Embættispróf í lögfræði eða grunn- og meistaranám í lögfræði.
- Málflutningsréttindi eru skilyrði.
- Reynsla á sviði stjórnsýsluréttar.
- Reynsla af félagsþjónustu sveitarfélaga, einkum barnaverndarmálum er æskileg.
- Þekking á lögum og reglugerðum um málaflokkinn, s.s. félagsþjónustu, farsældarlög, málaflokk fatlaðs fólks, barnavernd, sérfræðiþjónusta leik- og grunnskóla.
- Samskiptafærni, sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði.
- Drifkraftur og lausnamiðuð nálgun.
- Góð almenn tölvufærni.
- Góð íslenskukunnátta bæði í ræðu og riti ásamt enskukunnáttu.
- Færni í ritun texta og framsetningu upplýsinga.
- Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.