Akureyri
Akureyri
Akureyri

Háskólamenntaður starfsmaður í íbúðakjarna í Þrastarlundi

Íbúðakjarninn Þrastarlundi 3-5 óskar eftir að ráða starfsmann með háskólamenntun (BS, BA, B.Ed) sem nýtist í starfi í þjónustu við íbúa. Um er að ræða ótímabundið starf í 80-100% starfshlutfalli, unnið er í vaktavinnu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun janúar eða skv. samkomulagi.

Konur eru sérstaklega hvattar til þess að sækja um.

Unnið er eftir hugmyndafræði valdeflingar og Þjónandi leiðsagnar eða annarri hugmyndafræði sem mætir þörfum notenda og ákveðin er af velferðarsviði.

Velferðarsvið sér um að veita fólki fjölbreytta þjónustu skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og lögum um þjónustu við fatlað fólk. Lögð er áhersla á að efla og styðja notendur þjónustunnar til sjálfsbjargar og sjálfstæðis. Starfsfólk okkar sinnir ólíkum einstaklingum í fjölbreyttu og skemmtilegu umhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veitir faglega ráðgjöf og stuðning við íbúa og starfsfólk.
  • Tekur þátt í faglegri uppbyggingu og skipulagningu á einstaklingsmiðaðri þjónustu í samstarfi við forstöðumann.
  • Samskipti við ýmsa þjónustuaðila og aðstandendur.
  • Tekur þátt í gerð þjónustuáætlana og dagsskipulags innan hverrar einingar fyrir sig.
  • Vinnur náið með forstöðumanni og deildarstjórum og er leiðbeinandi við starfsfólk um fagleg vinnubrögð á starfsvettvangi.
  • Tekur þátt í mótun starfseminnar.
  • Aðstoðar við athafnir daglegs lífs.
  • Tekur þátt í öllum almennum heimilisstörfum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun (B.S., B.A., B.Ed ) sem nýtist í starfi, s.s. á félags-, heilbrigðis eða uppeldissviði.
  • Þroskaþjálfa- eða iðjuþjálfamenntun er kostur.
  • Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg.
  • Reynsla af teymisvinnu er kostur.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi bílpróf.
  • Þekking á málefnum notendahópsins, þ.e. fötluðum og þeirri þjónustu sem þeim stendur til boða.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði, samvinnuhæfni og vera tilbúinn að vinna með hópi fólks.
  • Góð samskiptafærni.
  • Gott líkamlegt atgervi.
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing birt7. nóvember 2024
Umsóknarfrestur19. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Þrastarlundur 3-5 3R, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Líkamlegt hreystiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar