Akureyri
Akureyrarbær er stór vinnustaður með rúmlega 2.000 starfsmenn. Á hverju vori fjölgar starfsfólki um nálægt 1.200 manns vegna sumarafleysinga og vinnuskólans.
Starfsfólk Akureyrarbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem tryggja velferð og ánægju íbúa Akureyrar, hvort sem um er að ræða störf við leik- eða grunnskóla, íbúakjarna, rekstur mannvirkja, stjórnsýslu eða annað.
Velferðarsvið: Starfsfólk í nýjan búsetukjarna Hafnarstræti
Velferðarsvið óskar eftir starfsfólki í búsetuþjónustu í nýja búsetukjarnanum Hafnarstræti 16. Um er að ræða störf í vaktavinnu þar sem unnið er á morgun-, kvöld-, nætur- og helgarvöktum. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í febrúar 2025 eða eftir samkomulagi.
Um ótímabundin störf er að ræða.
Velferðarsvið sér um að veita fólki fjölbreytta þjónustu sem miðar að því að styðja við sjálfstæða búsetu þess og skapa því aðstæður til að lifa sem eðlilegustu lífi á heimili sínu sem utan þess.
Velferðarsvið Akureyrarbæjar vinnur eftir hugmyndafræði um Þjónandi leiðsögn (gentle teaching) og valdeflingu. Starfsmenn þurfa að tileinka sér þessa hugmyndafræði og vinna eftir henni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita íbúum persónulegan stuðning og aðstoða þá við að njóta menningar- tómstunda- og félagslífs.
- Aðstoða við allar athafnir daglegs lífs.
- Efla sjálfræði og frumkvæði og sýna stuðning og vináttu.
- Störfin fela í sér öguð og skipulögð vinnubrögð, framkvæmd þjónustuáætlana, dagskipulag og að vinna undir handleiðslu fagmanna.
- Almenn heimilisstörf.
- Samskipti við ýmsa þjónustuaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Nýfengin reynsla af starfi með fötluðum er æskileg. Reynslu skal tilgreina í umsókn.
- Gott vald á mannlegum samskiptum og áhuga á að starfa með fólki.
- Lipurð, jákvæðni, kurteisi og trúnaður í samskiptum við notendur, samstarfsfólk og aðra er tengjast starfinu.
- Vandvirkni, samviskusemi og þagmælska.
- Sveigjanleiki vegna mismunandi þarfa þeirra einstaklinga sem verið er að styðja.
- Frumkvæði, samstarfshæfni, samviskusemi og sjálfstæði í starfi.
- Áhugi á og vilji til að tileinka sér nýja þekkingu og leggja sitt af mörkum til að bæta þjónustuna og auka lífsgæði þeirra einstaklinga sem verið er að styðja.
- Þekking á hugmyndafræðinni Þjónandi leiðsögn og Valdeflingu er kostur.
- Almenn tölvukunnátta er skilyrði.
- Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
- Gott líkamlegt og andlegt atgervi.
- Bílpróf.
- Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing birt14. nóvember 2024
Umsóknarfrestur1. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Hafnarstræti 16, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniLíkamlegt hreystiMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)
Verkefnastjóri Iðju- og dagþjónustu
Sveitarfélagið Hornafjörður
Starf í búsetukjarna
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar
Starfsfólk á þjónustukjarna fyrir fatlað fólk - Drekavellir
Hafnarfjarðarbær
Stuðningsaðili á Velferðarsviði
Kópavogsbær
Skemmtilegt starf í einstaklingsstuðning
Mosfellsbær
Aðstoðarfólk óskast á Selfossi
NPA miðstöðin
Gott starf í Keflavík fyrir 25 ára og eldri, íslenskumælandi
NPA miðstöðin
Aðstoðarmanneskja óskast í 102 Reykjavík
NPA miðstöðin
Starf í Búsetuþjónustu fatlaðs fólks
Akraneskaupstaður
Ferðaþjónusta fatlaðra Akstur
Teitur
Deildarstjóri í sértækt búsetu úrræði
Hafnarfjarðarbær
Frábær aðstoðarkona óskast í Hafnarfjörðinn
NPA miðstöðin