Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður

Starf í Búsetuþjónustu fatlaðs fólks

Akraneskaupstður auglýsir laust til umsóknar starf í búsetuþjónustu fatlaðs fólk á Akranesi.

Um er að ræða fjölbreytt hluta starf í vaktavinnu við að þjónusta fatlað fólk á heimili sínu, ætlast er til að unnið sé aðra hverja helgi. Í boði er afleysing í 6.mánuði með möguleika á framlengingu.

Búsetuþjónustan sér um að veita fólki með langvarandi stuðningsþarfir aðstoð og stuðning til sjálfstæðs heimilishalds og félagslegrar þátttöku í samfélaginu.

Búsetuþjónustan vinnur eftir hugmyndafræði um valdeflingu og þjónandi leiðsögn. Starfsmenn þurfa að tileinka sér þessa hugmyndafræði og vinna eftir henni.

Æskilegt er að starfsmaður geti byrjað sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stuðningur við íbúa í þeirra daglega lífi í samræmi við ríkjandi hugmyndafræði búsetunnar og eftir þeim verklögum sem starfshópur vinnur eftir hverju sinni
  • Hvatning og stuðningur við íbúa til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni
  • Félagslegur og heilsufarslegur stuðningur við íbúa
  • Í starfinu felst allt daglegt heimilishald svo sem matseld, þrif, þvottur o.s.frv.
 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð almenn menntun
  • Íslenskukunnátta er skilyrði
  • Framúrskarandi samskiptahæfni
  • Ökuréttindi og vilji til að keyra þar sem þjónustuþegi ferðast
  • Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg
  • Reynsla af starfi með fólki með einverfu æskileg
  • Reynsla og þekking á starfi með fólki með geðræna erfiðleika æskileg
  • Reynsla af störfum með fólki sem sýnir erfiða hegðun æskileg
  • Jákvæðni, frumkvæði, skipulagshæfni, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Að virðing sé höfð að leiðarljósi í samskiptum við þjónustuþega, aðstandendur og samstarfsfélaga
  • Stundvísi, samviskusemi og jákvætt viðhorf
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Akraneskaupstaðar
  • Viðkomandi þarf að vera líkamlega hraustur
  • Viðkomandi þarf að vera orðin 20 ára eða eldri
Auglýsing birt11. nóvember 2024
Umsóknarfrestur22. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Beykiskógar 17, 300 Akranes
Dalbraut 4, 300 Akranes
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar