Sjúkratryggingar Íslands
Sjúkratryggingar Íslands

Lögfræðingur á sviði Trygginga

Sjúkratryggingar auglýsa starf lögfræðings á sviði trygginga. Um er að ræða starf í teymi sem sér um ákvarðanatöku um bótarétt og útreikning bóta vegna tjónsatvika í heilbrigðisþjónustu, ásamt lögfræðilegri ráðgjöf á fleiri sviðum sjúkratrygginga.

Sjúkratryggingar eru lykilstofnun í íslensku heilbrigðiskerfi sem tryggir réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu með það markmið að leiðarljósi að vernda heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu.

Sjúkratryggingar vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað. Boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma auk þess sem starfsfólk nýtur hlunninda á borð við íþróttastyrk og samgöngustyrk vegna vistvænna samgangna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Málsmeðferð, ákvarðanataka um bótarétt og útreikningur bóta vegna sjúklingatryggingar
  • Lögfræðileg ráðgjöf á sviði sjúkratrygginga
  • Ritun greinargerða til úrskurðarnefndar velferðarmála vegna kærumála
  • Leiðbeiningar og ráðgjöf til starfsfólks og viðskiptavina
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Fullnaðarnám í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi 
  • Áhersla er lögð á góða samskiptahæfileika, jákvætt viðmót og ríka þjónustulund
  • Góð þekking á stjórnsýslurétti og skaðabótarétti vegna líkamstjóna
  • Starfsreynsla á sviði stjórnsýslu- og skaðabótaréttar vegna líkamstjóna, þ.m.t. af uppgjöri bóta samkvæmt skaðabótalögum, æskileg 
  • Mjög gott vald á íslensku í rituðu og mæltu máli
  • Mjög gott vald á ensku og þekking á Norðurlandamáli
  • Góð tölvukunnátta (tölvulæsi, geta til að vinna í margvíslegum kerfum)
  • Skipulagshæfileikar, drifkraftur og afkastageta
  • Hæfni til að starfa bæði sjálfstætt og í hópi
Fríðindi í starfi
  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Full stytting vinnuvikunnar
Auglýsing birt11. nóvember 2024
Umsóknarfrestur18. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Embættispróf í lögfræðiPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar