Reykjavíkurborg - Innri endurskoðun og ráðgjöf
Verkefni Innri endurskoðunar og ráðgjafar Reykjavíkurborgar er ráðgjöf við borgarbúa, innri endurskoðun og persónuvernd. Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar tekur jafnframt við ábendingum um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi frá starfsmönnum og borgarbúum.
Verkefnastjóri innri endurskoðunar
Lausar eru til umsóknar þrjár stöður verkefnastjóra hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar.
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar fer með fjármála- og stjórnsýslueftirlit hjá Reykjavíkurborg í umboði borgarráðs og stjórna dótturfélaga. Innri endurskoðun leggur mat á og bætir virkni áhættustýringar, eftirlitsaðferða og stjórnarhátta hjá borgarsjóði, Orkuveitu Reykjavíkur, Faxaflóahöfnum, Félagsbústöðum, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs. og Malbikunarstöðinni Höfða. Auk þess sem skrifstofan hefur eftirlit með gæðum innri endurskoðunar innan SORPU bs. og Strætó bs.. Niðurstöður úttekta innri endurskoðunar eru kynntar í endurskoðunarnefnd, borgarráði, fagráðum Reykjavíkurborgar og stjórnum dótturfélaga.
Við leitum að metnaðarfullu og drífandi fólki sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi og fjölbreytt verkefni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Greina lykiláhættuþætti í umhverfi og starfsemi Reykjavíkurborgar og dótturfélaga
- Framkvæma óháðar og hlutlægar úttektir á rekstri Reykjavíkurborgar og dótturfélaga
- Kynna niðurstöður verkefna innan Reykjavíkurborgar og fyrirtækja hennar
- Veita stjórnendum og stjórnum ráðgjöf á sviði stjórnarhátta, áhættustýringar og eftirlitsaðferða
- Taka þátt í teymisvinnu í öðrum úttektum og innra starfi skrifstofunnar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólagráða sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla af úttektarvinnu og skýrsluskrifum
- Þekking á opinberri stjórnsýslu og endurskoðun er kostur
- Greiningarhæfni og framsetning gagna
- Skipulagshæfni
- Íslenska C1-C2 skv. samevrópskum tungumálaramma
- Enska B2 skv. samevrópskum tungumálaramma
- Frumkvæði, fagmennska og geta til að starfa sjálfstætt sem og í hóp
- Jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur
- Heilsustyrkur
- Sundkort
- Menningarkort
Auglýsing birt8. nóvember 2024
Umsóknarfrestur1. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Bókari/uppgjörsaðili
HSE Bókhald & Uppgjör ehf.
Starfsmaður óskast í móttöku verkstæðis
Bílaspítalinn ehf
Sérfræðingur í umsjónardeild á Suðursvæði
Vegagerðin
Deildarstjóri í launadeild
Fjarðabyggð
Sérfræðingur í innheimtu
Arion banki
Verkefnastjóri farsældar barna
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum
Þjónustufulltrúi skipulags- og byggingarmála
Fjarðabyggð
Sérfræðingur á skrifstofu SSF – launavinnsla og fjármál
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja
Símsvörun - þjónustuver
Teitur
Þjónustustjóri - Heilsugæslan Seltjarnarnes og Vesturbær
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Tjónafulltrúi ferðatjóna
Vörður tryggingar
Viðskiptastjóri Billboard og Buzz
Billboard og Buzz