Háskólinn á Akureyri
Háskólinn á Akureyri
Háskólinn á Akureyri

Skrifstofustjóri Rektorsskrifstofu

Háskólinn á Akureyri óskar eftir öflugum skrifstofustjóra með reynslu í opinberri stjórnsýslu og háskólaumhverfi. Skrifstofustjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri Rektorsskrifstofu, stjórnsýslu og regluverki háskólans, auk fjárhagsáætlunargerðar og verkefnastjórnunar. Starfið felur m.a. í sér samræmingu verkefna, starfsmannastjórnun, stuðning við rektor og umsjón með fundum háskólaráðs.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirumsjón og ábyrgð á regluverki háskólans.
  • Fjárhagsáætlanagerð, daglegur rekstur, eftirfylgni með áætlunum.
  • Yfirumsjón með verkefnum Rektorsskrifstofu og forgangsröðun verkefna.
  • Starfsmannastjórnun Rektorsskrifstofu, þ.m.t. dagleg stjórnun, umsjón með nýráðningum á skrifstofunni, umsjón með vinnustund, starfsmannasamtöl o.fl.
  • Eftirlit með stjórnsýslu háskólans.
  • Ábyrgð á stjórnsýslulegri málsmeðferð og umsjón með málum sem tengjast Háskólanum á Akureyri hjá opinberum aðilum.
  • Fræðsla og ráðgjöf í tengslum við stjórnsýslu, stjórnsýslulög, stjórnsýsluferla, málsmeðferð og góða stjórnsýslu.
  • Umsjón með fundum og starfsemi háskólaráðs.
  • Umsjón með skipun nefnda og ráða á vegum rektors og háskólaráðs.
  • Ýmis aðstoð og ráðgjöf við rektor.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistarapróf á sviði stjórnsýslufræði eða lögfræði eða tengdum greinum er nauðsynlegt.
  • Víðtæk þekking og á opinberri stjórnsýslu og þekking og skilningur á stjórnsýslulögum er nauðsynleg.
  • Víðtæk reynsla af störfum innan hins opinbera er nauðsynleg ásamt reynslu af notkun og túlkun stjórnsýslulaganna í starfi.
  • Þekking og innsýn í starfsemi íslenskra háskóla ásamt þekkingu á lögum um háskóla og lögum um opinbera háskóla er æskileg.
  • Þekking og reynsla af stefnumótun, breytingastjórnun og mannauðsmálum er æskileg.
  • Starfið gerir kröfu um stjórnunarhæfni og stjórnunarreynslu, hæfni í mannlegum samskiptum, sjálfstæðra vinnubragða, skipulagshæfileika, samstarfshæfni og ábyrgðarkenndar.
  • Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti og reynsla af textaskrifum.
  • Góð almenn stafræn hæfni.
Auglýsing birt5. nóvember 2024
Umsóknarfrestur19. nóvember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Norðurslóð 202123, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.BreytingastjórnunPathCreated with Sketch.MannauðsstjórnunPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Microsoft OutlookPathCreated with Sketch.Microsoft PowerPointPathCreated with Sketch.Microsoft WordPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StarfsmannahaldPathCreated with Sketch.StefnumótunPathCreated with Sketch.Windows
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar