Embætti saksóknara við embætti ríkissaksóknara
Dómsmálaráðuneytið auglýsir tvær stöður saksóknara við embætti ríkissaksóknara lausar til umsóknar. Saksóknarar eru ríkissaksóknara til aðstoðar en ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds. Hann fer með yfirstjórn rannsókna sakamála á landsvísu og sinnir samræmingar- og eftirlitshlutverki um framkvæmd ákæruvalds hjá lögreglustjórum og héraðssaksóknara.
Leitað er að kröftugum einstaklingum sem hafa brennandi áhuga á refsirétti og meðferð sakamála sem og vilja og getu til að takast á við krefjandi og fjölbreytt verkefni sem starfinu fylgja. Saksóknari við embætti ríkissaksóknara flytur m.a. mál ákæruvaldsins fyrir Landsrétti og afgreiðir kærumál vegna ákvarðana lögreglustjóra og héraðssaksóknara um að vísa kæru frá, hætta rannsókn eða fella sakamál niður að aflokinni rannsókn lögreglu.
- Embættispróf í lögfræði eða grunnnám ásamt meistaraprófi í lögum eða háskólapróf í þeirri grein sem metið verður því jafngilt
- Reynsla af sakamálaréttarfari, saksókn mála og/eða annarri meðferð ákæruvalds er kostur
- Reynsla af dómstörfum er kostur
- Reynsla af lögmannsstörfum er kostur
- Reynsla af stjórnsýslustörfum er æskileg
- Reynsla af fræðistörfum er kostur
- Mjög góð samvinnu og samskiptafærni
- Áræðni, skipulagshæfni, fagleg og sjálfstæð vinnubrögð
- Jákvæð og lausnamiðuð viðhorf, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
- Mjög góð færni í íslensku, munnlegri og skriflegri
- Góð færni í a.m.k. einu Norðurlandatungumáli og ensku er æskileg