Saksóknarfulltrúar – Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Brennur þú fyrir lögfræðilegum áskorunum, krefjandi verkefnum og skemmtilegum vinnustað. Við leitum að tveimur framúrskarandi lögfræðingum í störf saksóknarfulltrúa hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Starfið er mjög fjölbreytt, krefjandi og reynir mikið á samskipti, sveigjanleika og kraftmikil vinnubrögð.
Saksóknarfulltrúar sem ákærendur eru lögreglustjóra til aðstoðar við framkvæmd ákæruvalds samkvæmt skilgreiningu laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Hlutverk þeirra er að tryggja, í samvinnu við lögreglu, að þeir sem afbrot fremja verði beittir lögmætum viðurlögum. Ákærendum ber að leiðbeina lögreglumönnum um framkvæmd rannsóknar og gefa fyrirmæli um framkvæmd hennar eftir því sem við á, sem og að tryggja að fylgt sé fyrirmælum laga um rannsóknir mála og að gætt sé grundvallarmannréttinda við rannsóknir. Að lokinni rannsókn tekur ákærandi ákvörðun um afdrif máls. Sjá nánar um hlutverk ákærenda: https://www.rikissaksoknari.is/um-akaeruvaldid/um-akaeruvaldid/
Skilyrði:
- Embættis- eða meistarapróf í lögfræði frá íslenskum háskóla
- Hreint sakavottorð og jákvæð bakgrunnsskoðun lögreglu
- Góð þekking á regluverki útlendingamál
- Þekking og reynsla af störfum í stjórnsýslu
Kostir:
- Reynsla af saksóknarstörfum
- Málflutningsréttindi fyrir Héraðsdómi
Mikilvægir eiginleikar:
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Færni í mannlegum samskiptum
- Góðir skipulagshæfileikar
- Að geta unnið undir álagi
- Frumkvæði, réttsýni og ábyrgðarkennd
- Hugrekki og færni til að greina viðfangsefni
- Nákvæm, fagleg og traust vinnubrögð
- Jákvæðni og stundvísi
- Brennandi áhugi á verkefnum ákæruvalds