Lögfræðingur á sviði samninga- & fjármunaréttar hjá KPMG Law
Við leitum að metnaðarfullum og áhugasömum lögfræðingi með umfangsmikla þekkingu og reynslu af samninga- og fjármunarétti til þess að sinna fjölbreyttri ráðgjöf og þjónustu til viðskiptavina okkar á þeim sviðum.
Við leggjum ríka áherslu á að samvinnu milli sviða með breiða nálgun gagnvart viðskiptavinum okkar. Viðkomandi mun því vinna náið með öðrum ráðgjöfum á sviðum fjármála og rekstrar, bæði á íslenskum og erlendum vettvangi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Almenn lögfræðiráðgjöf og greining fyrir viðskiptavini KPMG.
- Lögfræðiráðgjöf fyrir viðskiptavini KPMG á sviðum samninga- og fjármunaréttar.
- Samninga- og skjalagerð um framkvæmd og frágang viðskipta.
Hæfniskröfur:
- Meistaragráða í lögfræði.
- A.m.k 3 ára reynsla af starfi sem nýtist.
- Starfsreynsla í lögfræðideild banka er mikill kostur.
- Umfangsmikil þekking og reynsla af skjalagerð ýmissa fjármálagerninga og veðskjala.
- Þekking og reynsla af innheimtumálum er kostur.
- Mikilvægt er að umsækjandi sé nákvæmur, glöggur og með gott talnalæsi.
- Framúrskarandi hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku.
- Geta og metnaður til að vinna í krefjandi vinnuumhverfi og undir álagi.
- Lipurð í mannlegum samskiptum og þjónustulund.
Í samræmi við markmið okkar í jafnréttismálum hvetjum við allt fólk til að sækja um óháð kyni.
KPMG Law ehf.
KPMG Law er sérhæfð lögmannsstofa í alþjóðlegu samstarfi KPMG sem hefur vaxið mjög á undanförnum árum og er ein af leiðandi stofunum hér á landi á sviði fyrirtækjalögfræði. Við leggjum ríka áherslu á að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og bjóðum upp á frábær tækifæri fyrir metnaðarfullt fólk til starfsþróunar í sveigjanlegu og fjölbreyttu vinnuumhverfi. Hjá okkur starfar á fjórða tug lögmanna, lögfræðinga og annarra sérfræðinga. Við störfum náið með öðrum sérfræðingum KPMG innanlands sem og erlendis sem gerir okkur kleift að veita þjónustu á breiðum grunni, hvort sem er á sviðum lögfræði, fjármála eða rekstrar. Sérfræðingar okkar þekkja lögin og skilja áhrif þeirra á rekstur.
Nokkur dæmi um kosti þess að vinna hjá KPMG Law:
- Fjölbreytt verkefni í alþjóðlegu umhverfi og tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á viðskiptalífið og samfélagið í heild.
- Frábær tækifæri til að læra af leiðandi sérfræðingum og þróast í starfi.
- Fyrsta flokks mötuneyti í Borgartúni með fjölbreyttu og hollu fæði.
- Heilsueflandi vinnustaður, t.d. eru þrektímar í boði tvisvar í viku í Borgartúni, hlaupaklúbbur, fjallgönguklúbbur, golfklúbbur, vikulegur fótbolti og fleira.
- Aðgangur að heilsustyrk, samgöngustyrk og 4 tímar á ári hjá sálfræðingi eða öðrum ráðgjöfum sem styðja við andlega heilsu.
- Sveigjanleiki til að vinna frá mismunandi skrifstofum og að heiman þegar við á.
- Tækifæri til að vinna á skrifstofum KPMG út um allan heim.
- Einn launaður dagur á ári til sjálfboðavinnu.
- Og margt fleira.
Umsóknarfrestur er til og með 6. nóvember 2024.
Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á heimasíðu KPMG (sækja um hér til hliðar). Nánari upplýsingar veitir Hildur Steinþórsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum, á hsteinthorsdottir@kpmg.is.