Sérfræðingur í stjórnsýsluúttektum á Akureyri
Ríkisendurskoðun leitar að öflugum liðsauka í stjórnsýsluúttektir á skrifstofu embættisins á Akureyri. Um er að ræða fjölbreytt verkefni við úttektarvinnu og skýrslugerð sem eru unnin bæði sjálfstætt og í teymum.
Starf sérfræðings í stjórnsýsluúttektum heyrir undir stjórnsýslu- og lögfræðisvið og eru starfsstöðvar embættisins í Reykjavík og á Akureyri.
Ríkisendurskoðandi starfar á vegum Alþingis og er trúnaðarmaður þess samkvæmt lögum nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Hlutverk Ríkisendurskoðunar er að hafa eftirlit með rekstri og fjármálum ríkisins og að fjármunum sé ráðstafað á hagkvæman og réttmætan hátt í samræmi við ákvarðanir Alþingis.
Úttektarvinna og skýrslugerð þar sem fram fer mat á frammistöðu ríkisaðila. Sérstaklega er horft til meðferðar og nýtingar ríkisfjár, hagkvæmni og skilvirkni hjá hinu opinbera og hvort framlög ríkisins skili tilætluðum árangri.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsnám á meistarastigi er kostur
- Þekking og/eða reynsla af stjórnsýslu og rekstri hins opinbera
- Reynsla af skýrslugerð og textavinnu
- Reynsla af tölfræðilegri úrvinnslu og framsetningu tölulegra upplýsinga
- Góðir greiningar- og ályktunarhæfileikar
- Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
- Þekking á fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins (Orra) er kostur
Grunnkröfur fyrir öll störf hjá Ríkisendurskoðun
- Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Metnaður og vilji til að ná árangri í starfi
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð skipulagshæfni og nákvæmni
- Geta til að vinna undir álagi
- Góð almenn tölvukunnátta