RÍKISENDURSKOÐUN
RÍKISENDURSKOÐUN
RÍKISENDURSKOÐUN

Sérfræðingur í fjárhagsendurskoðun á Akureyri

Ríkisendurskoðun leitar að öflugum liðsauka í fjárhagsendurskoðun á skrifstofu embættisins á Akureyri. Um er að ræða fjölbreytt verkefni við endurskoðun ríkisreiknings og reikninga ríkisaðila sem eru unnin bæði sjálfstætt og í teymum.

Starf sérfræðings í fjárhagsendurskoðun heyrir undir endurskoðunarsvið og eru starfsstöðvar embættisins í Reykjavík og á Akureyri.

Ríkisendurskoðandi starfar á vegum Alþingis og er trúnaðarmaður þess samkvæmt lögum nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Hlutverk Ríkisendurskoðunar er að hafa eftirlit með rekstri og fjármálum ríkisins og að fjármunum sé ráðstafað á hagkvæman og réttmætan hátt í samræmi við ákvarðanir Alþingis.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Endurskoðun ríkisreiknings og reikninga ríkisaðila
  • Eftirlit með nýtingu og meðferð opinbers fjár
  • Könnun á innra eftirliti stofnana og virkni þess
  • Úttektir á fjárhagsmálefnum ríkisstofnana og ríkisaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistaragráða í reikningsskilum og endurskoðun (M.Acc.) eða sambærileg menntun
  • Reynsla af reikningshalds- og endurskoðunarstörfum
  • Reynsla og/eða þekking á stjórnsýslu og rekstri hins opinbera
  • Reynsla af tölfræðilegri úrvinnslu og framsetningu tölulegra upplýsinga
  • Þekking á alþjóðlegum endurskoðunar- og reikningsskila­stöðlum er kostur
  • Góðir greiningar- og ályktunarhæfileikar
  • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
  • Þekking á fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins (Orra) er kostur

Grunnkröfur fyrir öll störf hjá Ríkisendurskoðun

  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Metnaður og vilji til að ná árangri í starfi
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð skipulagshæfni og nákvæmni
  • Geta til að vinna undir álagi
  • Góð almenn tölvukunnátta
Auglýsing birt7. nóvember 2024
Umsóknarfrestur18. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Glerárgata 34, 600 Akureyri
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar