RÍKISENDURSKOÐUN
Ríkisendurskoðun er skrifstofa ríkisendurskoðanda og heyrir beint undir Alþingi. Hlutverk Ríkisendurskoðunar er að hafa eftirlit með rekstri og fjármálum ríkisins og að fjármunum sé ráðstafað á hagkvæman og réttmætan hátt í samræmi við ákvarðanir Alþingis. Skrifstofur Ríkisendurskoðunar eru í Reykjavík og á Akureyri.
Sérfræðingur í fjárhagsendurskoðun á Akureyri
Ríkisendurskoðun leitar að öflugum liðsauka í fjárhagsendurskoðun á skrifstofu embættisins á Akureyri. Um er að ræða fjölbreytt verkefni við endurskoðun ríkisreiknings og reikninga ríkisaðila sem eru unnin bæði sjálfstætt og í teymum.
Starf sérfræðings í fjárhagsendurskoðun heyrir undir endurskoðunarsvið og eru starfsstöðvar embættisins í Reykjavík og á Akureyri.
Ríkisendurskoðandi starfar á vegum Alþingis og er trúnaðarmaður þess samkvæmt lögum nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Hlutverk Ríkisendurskoðunar er að hafa eftirlit með rekstri og fjármálum ríkisins og að fjármunum sé ráðstafað á hagkvæman og réttmætan hátt í samræmi við ákvarðanir Alþingis.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Endurskoðun ríkisreiknings og reikninga ríkisaðila
- Eftirlit með nýtingu og meðferð opinbers fjár
- Könnun á innra eftirliti stofnana og virkni þess
- Úttektir á fjárhagsmálefnum ríkisstofnana og ríkisaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistaragráða í reikningsskilum og endurskoðun (M.Acc.) eða sambærileg menntun
- Reynsla af reikningshalds- og endurskoðunarstörfum
- Reynsla og/eða þekking á stjórnsýslu og rekstri hins opinbera
- Reynsla af tölfræðilegri úrvinnslu og framsetningu tölulegra upplýsinga
- Þekking á alþjóðlegum endurskoðunar- og reikningsskilastöðlum er kostur
- Góðir greiningar- og ályktunarhæfileikar
- Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
- Þekking á fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins (Orra) er kostur
Grunnkröfur fyrir öll störf hjá Ríkisendurskoðun
- Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Metnaður og vilji til að ná árangri í starfi
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð skipulagshæfni og nákvæmni
- Geta til að vinna undir álagi
- Góð almenn tölvukunnátta
Auglýsing birt7. nóvember 2024
Umsóknarfrestur18. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Glerárgata 34, 600 Akureyri
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)
Bókari
Icelandic Glacial
Hefur þú brennandi áhuga á vöruþróun og verkefnastýringu?
Arion banki
Forstöðumaður reikningshalds
Íslandshótel
SÉRFRÆÐINGUR - BÓKHALDSÞJÓNUSTA
Fjársýslan
Deildarstjóri á fjármála- og greiningarsvið
Fjarðabyggð
Sérfræðingur í greiningum og fjárfestingum
Stoðir hf.
Markaðsstjóri Nettó
Samkaup
Öflugur bókari óskast til HMS
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Fjármálastjóri
Reykjalundur
Verkefnastjóri innri endurskoðunar
Reykjavíkurborg - Innri endurskoðun og ráðgjöf
Sérfræðingur í fjárhagsendurskoðun í Reykjavík
RÍKISENDURSKOÐUN
Corporate Development Analyst
Embla Medical | Össur