

Lífeindafræðingur eða náttúrufræðingur
Lífeindafræðingur, líffræðingur eða einstaklingur með sambærilega háskólamenntun óskast til starfa á Ónæmisfræðideild Landspítala. Á deildinni starfa um 30 einstaklingar við þjónusturannsóknir, greiningar og ráðgjöf, kennslu heilbrigðisstétta í ónæmisfræði og vísindarannsóknir. Góður starfsandi er ríkjandi og tækifæri til að vaxa í starfi.
Meginhlutverk deildarinnar er að vera leiðandi hvað varðar rannsóknir, greiningu, meðferð og eftirlit með ónæmis- og ofnæmissjúkdómum á Íslandi. Auk þess er deildin alhliða þjónusturannsóknastofa á sviði gigtar-, bólgu-, ofnæmis- og sjálfsofnæmissjúkdóma.
Við viljum ráða samviskusaman og skipulagðan einstakling sem er með faglegan metnað og vinnur af nákvæmni. Viðkomandi þarf að hafa góða samskiptahæfni og eiga auðvelt með að vinna sjálfstætt og í teymum. Ónæmisfræðideildin tekur vel á móti nýju fólki og við veitum góða einstaklingsmiðaða aðlögun. Starfshlutfall er 100% og um dagvinnu er að ræða. Starfið er laust frá og með 1. júní 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið með styttri vinnuviku er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

























































