

Hjúkrunarfræðingur á göngudeild Barnaspítala Hringsins
Laust er til umsóknar starf hjúkrunarfræðings í krabbameins- og blóðsjúkdómateymi á göngudeild Barnaspítala Hringsins. Starfshlutfall er 60-100% og er ráðið í starfið frá 1. ágúst 2025 eða eftir samkomulagi.
Starfið felur m.a. í sér fræðslu, meðferð, stuðning og ráðgjöf við börn og ungmenni með krabbamein/ blóðsjúkdóma og fjölskyldur þeirra, þróun verkferla, gæðavinnu og rannsóknir.
Í boði er áhugavert, fjölbreytt og krefjandi starf með fjölþættum viðfangsefnum. Unnið er í þverfaglegu teymi. Spennandi tækifæri fyrir hjúkrunarfræðing sem hefur áhuga á fjölskylduhjúkrun, þróun og eflingu hjúkrunar barna og ungmenna með krabbamein/ blóðsjúkdóma og fjölskyldna þeirra. Góð aðlögun er í boði.
Barnaspítali Hringsins hefur forystu í heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga á Íslandi. Þar er veitt fjölbreytileg heilbrigðisþjónusta sem krefst mikillar sérhæfingar.

























































