

Hjúkrunardeildarstjóri á göngudeild lyndisraskana
Laus er til umsóknar staða hjúkrunardeildarstjóra á göngudeild lyndisraskana. Leitað er eftir kraftmiklum hjúkrunarfræðingi með reynslu af stjórnun og hæfni til að leiða árangursríka þjónustu við sjúklinga, efla notendamiðaða nálgun, umbótastarf, öryggismál og uppbyggingu mannauðs í nánu samstarfi við aðra stjórnendur og starfsfólk.
Við sækjumst eftir einstaklingi með hæfni til að leiða þverfaglega teymisvinnu, er hvetjandi og stuðlar að jákvæðum starfsanda. Hjúkrunardeildarstjóri er yfirmaður þjónustu göngudeildarinnar, stýrir daglegum rekstri og er leiðandi um fagleg málefni deildarinnar. Hjúkrunardeildarstjóri starfar í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra, forstöðuhjúkrunarfræðing, yfirlækni deildar, og aðra stjórnendur þeirra fagstétta sem starfa á göngudeildinni.
Á göngudeild lyndisraskana starfa nú sex sérhæfð meðferðarteymi:
- Áfallateymi
- Átröskunarteymi
- DAM-teymi
- Geðhvarfateymi
- Þunglyndis- og kvíðateymi, ÞOK
- Öldrunargeðteymi
Teymin eru þverfagleg og eru öll staðsett á Kleppi, nema ÞOK-teymi og öldrunargeðteymi sem staðsett eru við Hringbraut.
Hjúkrunardeildarstjóri hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 01.06. 2025 eða eftir nánara samkomulagi. Næsti yfirmaður er forstöðuhjúkrunarfræðingur kjarna 2 í geðþjónustu.


























































