Fellaskóli Fellabæ
Fellaskóli í Fellabæ er grunnskóli þar sem lögð er áhersla á að efla bókvit, verkvit og siðvit jöfnum höndum. Í skólanum eru um 100 nemendur og þeim er skipt niður á þrjú stig; yngsta stig ( 1. – 4. bekk), miðstig ( 5. – 7. bekk) og unglingastig (8. – 10.) bekk. Á hverju stigi starfa kennarar og annað fagfólk saman í teymum. Við skipulag kennslu er horft til þess að nemendur eru á hverjum tíma mislangt komin á mismunandi sviðum þroska. Nemendur hafa einnig mismunandi styrkleika, áhugasvið og getu. Námi og öðru starfi skólans er ætlað að stuðla að alhliða þroska nemandans út frá forsendum og hæfileikum hvers og eins. Skólastarfið miðast við að stuðla jafnt að tilfinningalegum og félagslegum þroska sem og vitsmunalegum.
Kennara vantar frá áramótum 2024 - 2025
Fellaskóli í Múlaþingi auglýsir eftir kennara í 100% starf frá 1. janúar 2025.
Fellaskóli er 90. barna grunnskóli sem starfar samkvæmt aðferðum leiðsagnarnáms og byrjendalæsis. Uppeldisstefna skólans er jákvæður agi. Lögð er áhersla á útinám og samþættingu násgreina í lotuskipulagi, einnig á teymisvinnu og teymiskennslu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra.
- Vinna samkvæmt stefnu skólans.
- Stuðla að vegferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Kennaramenntun og leyfisbréf kennara.
- Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.
- Góð hæfni í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
- Góð íslenskukunnátta.
- Vilji til að starfa í teymum.
Auglýsing birt3. desember 2024
Umsóknarfrestur31. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Einhleypingur 2, 700 Egilsstaðir
Starfstegund
Hæfni
Kennari
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Leitum af öflugum deildarstjóra
Austurkór
Deildarstjóri í teymisvinnu
Heilsuleikskólinn Kór
Leikskólakennari óskast í Krikaskóla
Krikaskóli
Vilt þú hafa áhrif og móta snillinga framtíðarinnar?
Fífusalir
Í Salaskóla vantar sérfræðing í kennslu og þjálfun
Salaskóli
Leikskólakennari / leiðbeinandi
Ungbarnaleikskólinn Bríetartún
Kennari í námsver í Gerðaskóla
Suðurnesjabær
Umsjónarkennari í Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli
Deildarstjóri stoðþjónustu - Hvaleyrarskóli
Hafnarfjarðarbær
Ertu í leit að skemmtilegu starfi
Efstihjalli
Leikskólakennari óskast á Heilsuleikskólann Holtakot
Heilsuleikskólinn Holtakot
Tónlistarkennari óskast
Fjarðabyggð