Austurkór
Leikskólinn Austurkór er staðsettur við götuna Austurkór í Kórahverfinu í Kópavogi. Í leikskólanum eru 120 börn á sex deildum.
Austurkór er lifandi leikskóli í stöðugri þróun þar af leiðandi er skólanámskráin okkar flæðandi. Hún er síbreytileg og tekur mið af því fólki sem er í skólanum hverju sinni, hæfni þeirra og reynslu. Í Austurkór leggjum áherslu á góðan og uppbyggilegan starfsanda. Við viljum að virðing, heiðarleiki og umburðarlyndi ríki í samskiptum starfsfólks. Við viljum skapa það starfsumhverfi að hver og einn geti nýtt hæfni sína og vaxið í starfi. Við leiðbeinum hvert öðru af umhyggju og styðjum í starfi, því okkar leiðarljós er samvinna.
Við viljum að börnin sem útskrifast úr skólanum hafi öðlast færni í að vinna í hóp, hlusta á aðra, sýna virðingu og samhygð. Að börnin séu meðvituð um að þau séu virkir þegnar í þjóðfélaginu og hafi rödd sem heyrist. Þau séu atorkusöm og hafi úthald, seiglu og trú á eigin getu.
Leitum af öflugum deildarstjóra
Leikskólinn Austurkór auglýsir eftir öflugum deildastjóra til að vinna með okkur á deild með 2-4 ára börnum.
Leikskólinn Austurkór er 6 deilda leikskóli í Kórahverfi í Kópavogi. Þar starfa um 38 manns með 108 börnum. Í leikskólanum er unnið í samræmi við Aðalnámskrá leikskóla og byggir á félagslegri hugsmíðahyggju. Við horfum til kenninga Vygotskys um nám og þroska barna og þeirra hugmyndafræði sem birtist í skólastarfi Reggio Emilia á Ítalíu.
Einkunnarorð skólans eru: samvinna-lýðræði-atorka
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinnur að og ber ábyrgð á uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra
- Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
- Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á miðlun upplýsinga
- Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og að öll börn fái kennslu og umönnun við hæfi
- Ber ábyrgð á foreldrasamskiptum og samvinnu
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf kennara (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Reynsla af leikskólastarfi
- Áhugi á að vinna með börnum
- Færni í samskiptum og samvinnu
- Áhuga á þróun á faglegu starfi
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Faglegur metnaður
- Lausnamiðun
- Góð íslenska er skilyrði
Fríðindi í starfi
- Íþróttastyrkur
- Frítt í sund
- Vinnustytting er að hluta til tekin á milli jóla- og nýárs, í dymbilviku og tveimur vetrarfríum
- Frír matur
- 40% afsláttur af dvalargjöldum leikskólabarna í leikskólum Kópavogs ef við á
Auglýsing birt4. desember 2024
Umsóknarfrestur4. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Austurkór 1, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHreint sakavottorðJákvæðniKennariKennslaSjálfstæð vinnubrögðSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Leikskólinn Krílakot auglýsir eftir leikskólakennara í 100%
Leikskólinn Krílakot
Starfsmaður - Frístund
Seltjarnarnesbær
Leikskólasérkennari í sérkennsluteymi
Heilsuleikskólinn Kór
Deildarstjóri í teymisvinnu
Heilsuleikskólinn Kór
Leikskólakennari - Heilsuleikskólinn Suðurvellir
Sveitarfélagið Vogar
Leikskólakennari óskast í Krikaskóla
Krikaskóli
Leikskólakennari/Leiðbeinandi
Leikskólinn Skerjagarður
Vilt þú hafa áhrif og móta snillinga framtíðarinnar?
Fífusalir
Í Salaskóla vantar sérfræðing í kennslu og þjálfun
Salaskóli
Leikskólakennari óskast í leikskólann Kirkjuból
Leikskólinn Kirkjuból
Leikskólakennari/-liði eða leiðbeinandi, 50-100% starf
Seltjarnarnesbær
Deildarstjóri - Hallgerðargötu
Ungbarnaleikskóli Hallgerðargötu