Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Deildarstjóri stoðþjónustu - Hvaleyrarskóli

Í Hvaleyrarskóla eru um 400 nemendur í 1. til 10. bekk. Einkunnarorð skólans eru kurteisi, ábyrgð, og samvinna og endurspeglast allt skólastarfið í þessum orðum. Í skólanum er unnið samkvæmt SMT-skólafærni sem þýðir að áhersla er lögð á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum og skapa þannig jákvæðan skólabrag. Hvaleyrarskóli er jafnframt heilsueflandi grunnskóli og vinnur eftir Olweusaráætluninni gegn einelti. Hvaleyrarskóli er skóli margbreytileikans þar sem lögð er rækt við fjölmenningu.

Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT, Olweus, markvissar málörvunar og Byrjendalæsis.

Nánari upplýsingar um skólann má einnig finna á heimasíðunni http://www.hvaleyrarskoli.is.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Skipuleggur og stýrir stoðþjónustu skólans
  • Er í forystu um gerð einstaklingsnámsskráa og er ráðgefandi aðili við gerð þeirra
  • Er kennurum skólans faglegur ráðgjafi varðandi skipulag kennslu
  • Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við aðra stjórnendur og samstarfsfólk
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk
  • Vinnur samkvæmt stefnu skólans í SMT skólafærni
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf sem kennari (Leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum
  • Reynsla af skipulagi og sérkennslu er kostur
  • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og góðir skipulagshæfileikar
  • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Faglegur metnaður og sveigjanleiki í starfi

Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.

Nánari upplýsingar um starfið veita Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri, kristinn@hvaleyrarskoli.is í síma 664 5833 eða Vala Stefánsdóttir, aðstoðarskólastjóri, vala@hvaleyrarskóli.is í síma 868 6859. Sími skólans er 565 0200. Nánari upplýsingar um skólann má einnig finna á heimasíðunni http://www.hvaleyrarskoli.is.

Ráðið er í stöðuna frá 1. janúar 2025 eða sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 11. desember næst komandi.

Greinagóð ferilskrá fylgi umsókn.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og SÍ.

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið.

Auglýsing birt28. nóvember 2024
Umsóknarfrestur11. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Akurholt 1, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar