Efstihjalli
Efstihjalli
Efstihjalli

Ertu í leit að skemmtilegu starfi

Leikskólinn Efstihjalli er fimm deilda leikskóli í austurbæ Kópavogs. Leikskólinn er í grónu hverfi í göngufæri við Fossvogsdal, Kópavogsdal og Digraneshæð. Í skólanum er stuðst við þrjá stólpa í öllu starfi, fjölmenningu, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sköpun í allri sinni mynd. Samskipti eru grunnurinn sem halda stólpunum uppi. Málörvun og málrækt er svo rauði þráðurinn í gegnum allt starfið. Leikurinn í allri sinni fjölbreytni, inni sem og úti, er kjarninn í leikskólastarfinu og helsta námsleið barnanna. Efstihjalli er ríkur af fjölbreyttum tungumálum og menningarlegum bakgrunni og er það jafnframt einn af styrkleikum skólans.

Við leitum að leikskólakennara í okkar góða starfsmannahóp í Efstahjalla. Starfið er 100% og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Möguleiki er á að sinna sérkennslu.

Athygli er vakin á því að Kópavogur hefur samþykkt 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla ásamt auknum sveigjanleika og takmörkun í opnunartíma leikskóla í dymbilviku, milli jóla og nýárs og vetrarfríum. Hér má sjá meira um það

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu leikskólans efstihjalli.kopavogur.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur að uppeldi og menntun barnanna.
  • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
  • Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.
  • Reynsla af vinnu með börnum.
  • Frumkvæði í starfi.
  • Góð samskiptahæfni.
  • Góð íslenskukunnátta.
Fríðindi í starfi
  • Stytting vinnuvikunnar : tekin að hluta í vetrarfríum, dymbilviku og milli jóla-og nýárs
  • Frítt sundkort í Sundlaugar Kópavogs
  • Styrkur til íþróttaiðkunnar
Auglýsing birt2. desember 2024
Umsóknarfrestur16. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Efstihjalli 2, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar