Vilt þú hafa áhrif og móta snillinga framtíðarinnar?
Heilsuleikskólinn Fífusalir auglýsir eftir leikskólakennara/leiðbeinanda.
Heilsuleikskólinn Fífusalir er 6 deilda leikskóli í Salahverfi í Kópavogi. Þar starfa um 35 manns með 106 börnum. Leikskólinn er Heilsuleikskóli og starfar eftir Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur. Einnig er unnið eftir kenningum John Dewey og Berit Bae. Frábær starfsmanna- og barnahópur.
Athygli er vakin á því í Kópavogi er boðið upp á 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla ásamt auknum sveigjanleika og takmörkunum í opnunartíma leikskóla í dymbilviku, milli jóla og nýárs og vetrarfríum. Hér má sjá meira um það Sex tíma gjaldfrjáls leikskóli og aukinn sveigjanleiki | Kópavogsbær (kopavogur.is)
Einkunnarorð skólans eru: Virðing - Uppgötvun - Samvinna
Nánari upplýsingar um leikskólann má finna á http://fifusalir.kopavogur.is/
- Vinnur að uppeldi og menntun barnanna
- Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna
- Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum
- Starfið felur í sér almenna kennslu
- Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun
- Reynsla af vinnu með börnum
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Frumkvæði í starfi
- Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
- Góð íslenskukunnátta
- Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi
- Íþróttastyrkur
- Frítt í sund
- Vinnustytting er að hluta til tekin á milli jóla- og nýárs, í dymbilviku og tveimur vetrarfríum
- Frír matur