Kennari í námsver í Gerðaskóla
Gerðaskóli auglýsir eftir kennara í námsver skólans í 100% starf
Gerðaskóli leitar eftir metnaðarfullum kennura sem vill ná góðum árangri í skólastarfi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun janúar 2025
Í Gerðaskóla eru um 250 nemendur. Við skólann starfa áhugasamir og metnaðarfullir starfsmenn. Lögð er áhersla á að skapa námsumhverfi þar sem allir eru virkir, öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.
Gildi skólans eru; virðing – ábyrgð - árangur – ánægja
Skólinn er heilsueflandi grunnskóli sem vinnur eftir stefnunni Jákvæður agi með það að markmiði að allir fái tækifæri til að vera besta útgáfan af sjálfum sér í leik og starfi. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans, www.gerdaskoli.is
- Leyfisbréf kennara (fylgi með umsókn)
- Reynsla af kennslu í grunnskóla kostur
- Metnaður og einlægur áhugi á að vinna með börnum og unglingum á faglegan, fjölbreyttan og skapandi hátt
- Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum ·Áhugi og metnaður fyrir góðum foreldrasamskiptum.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Skapandi hugsun og áhugi á að starfa í metnaðarfullu umhverfi.
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði