Hofsstaðaskóli Garðabæ
Hofsstaðaskóli Garðabæ
Hofsstaðaskóli Garðabæ

Atferlis-, þroska- eða iðjuþjálfi óskast í Hofsstaðaskóla

Hofsstaðaskóli leitar eftir atferlisþjálfa, þroskaþjálfa eða sérkennara skólaárið 2024-2025. Um er að ræða 80-100% starf þar sem unnið er með nemendum.

Í Hofsstaðaskóla eru 480 nemendur í 1. - 7. bekk og þar starfa um 90 starfsmenn með það að markmiði að hlúa að nemendum námslega og félagslega og koma til móts við áhuga þeirra og getu. Vel er búið að nemendum og starfsmönnum og er öll aðstaða í skólanum til fyrirmyndar.

Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf sem er í stöðugri þróun. Kennsluhættir eru fjölbreyttir og vellíðan nemenda í fyrirrúmi í anda Menntastefnu Garðabæjar. Læsi skipar stóran sess og þjónusta við nemendur með sérþarfir er öflug. Áhersla er á að festa leiðsagnarnám í sessi þar sem m.a. árangursviðmið eru sýnileg, námsveggir nýttir og endurgjöf virk. Nemendastýrð foreldrasamtöl verða einnig í öllum árgöngum á næsta ári. Nánari upplýsingar um skólann má finna á vefsíðunni www.hofsstadaskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjálfun og utanumhald nemenda með hegðunarfrávik
  • Gerð áætlana, þjálfun, vinna með félagsfærni og aðlögun námsaðstæðna í samvinnu við fagfólk, stuðningsfulltrúa og foreldra
  • Ráðleggja fagfólki varðandi úrræði fyrir nemendur með hegðunarvanda
  • Halda utan um skráningu, þjálfun og endurmat nemenda
  • Funda reglulega með teymum nemenda til að fara yfir stöðu þeirra t.d. markmið í áætlunum, endurmat og ákvörðun um framvindu þjálfunar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Atferlisþjálfunarmenntun, þroskaþjálfamenntun, kennsluréttindi
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 skv. evrópska tungumálarammanum
  • Faglegur metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Frumkvæði og góð færni í að starfa í teymi
  • Þolinmæði og afbragðs hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi og áreiðanleiki
  • Reynsla af starfi með nemendum með hegðunarfrávik er æskileg
Fríðindi í starfi

Starfsmenn sveitarfélagsins fá hreyfistyrk, frítt í sund, á bókasafn Garðabæjar og Hönnunarsafn Íslands. Þá hefur starfsfólk í skólum Garðabæjar möguleika á að sækja um styrki í Þróunarsjóði leik- og grunnskóla Garðabæjar og er þeim ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi skóla bæjarins.

Auglýsing stofnuð27. júní 2024
Umsóknarfrestur25. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Skólabraut 154520, 675 Raufarhöfn
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar