Siðmennt
Siðmennt
Siðmennt

Verkefnastjóri við gerð fræðsluefnis

Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, auglýsir eftir fjölhæfum einstaklingi til að taka að sér endurbætur á námskrá og verkfærakistu sem og gerð kennsluhandbókar fyrir fermingarfræðslu Siðmenntar.

Um tímabundið verktakastarf er að ræða sem hefst um miðjan júlí og eru lokaskil áætluð 1. október, að undanskildu leiðbeinendanámskeiði sem haldið er í október/nóvember.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkefnastjórnun: Samskipti við skrifstofu, ráðgjafa og leiðbeinendur.

  • Uppfærsla á námskrá: Námskráin lesin yfir, lærdómur dreginn af innleiðingu hennar og innihald hennar uppfært eftir þörfum.

  • Samantekt verkefnapakka: Kennsluhandrit fyrir hverja af fjórum stoðum fermingarfræðslunnar, ásamt leiðbeiningum um stýringu leikja og umræðna.

  • Kennsluhandbók: Kennsluhandbók sem inniheldur leiðbeiningar um lóðsun fermingarnámskeiða.

  • Leiðbeinendaþjálfun: Þjálfun leiðbeinenda og innleiðing nýrra vinnuhátta. Leiðbeinendaþjálfunin samanstendur af tveimur sams konar námskeiðum (annað um helgi og hitt á virkum kvöldum).

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.

  • Reynsla af starfi með unglingum er kostur, svo sem kennslu í efri bekkjum grunnskóla eða leiðbeinendastörf í æskulýðsstarfi.

  • Reynsla af námsefnisgerð, lóðsun (e. facilitation) og kennslu/námskeiðahaldi er kostur.

  • Framúrskarandi íslenskukunnátta sem nýtist í vandaðri textagerð og miðlun efnis.

  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Auglýsing stofnuð2. júlí 2024
Umsóknarfrestur9. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar