Leikskólinn Borg
Leikskólinn Borg

Ferskir og drífandi leikskólakennarar óskast í Borg

Ferskir og drífandi leikskólakennarar óskast til liðs við okkur í Borg! Skemmtileg og spennandi verkefni framundan í kennslu í gegnum leik í fjölmenningarlegum barnahópi. Borg er staðsettur á tveimur starfsstöðvum, Arnarborg og Fálkaborg og er auglýst í stöður í báðum húsum.

Í Borg er markmiðið að allir njóti sín í starfi í streitulitlu starfsumhverfi, fái tækifæri til að gera sitt besta alla daga í kennslu leikskólabarna þar sem leikur er fyrst og fremst notaður sem námsaðferð barnanna. Ef ekki fást leikskólakennarar til starfa er leitað eftir einstaklingum með aðra kennaramenntun, menntun og/eða reynslu sem nýtist í starfið og íslenskukunnáttu B1 að lágmarki.

Áhugasamt fólk er hvatt til að hafa samband og skoða aðstæður. Stöður eru lausar frá hausti 2024 eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara.
  • Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs í samstarfi við deildarstjóra þar sem þátttaka er í teymisvinnu
  • Sinna daglegum verkefnum deildarinnar í samstarfi við aðra starfsmenn og deildarstjóra.
  • Eiga í samskiptum og samvinnu við foreldra í samstarfi við deildarstjóra.
  • Sinna öðrum verkefnum sem deildarstjóri og leikskólastjóri felur starfsmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf leikskólakennara 
  • Mjög góð íslenskukunnátta er skilyrði eða að lágmarki skv. B1 á samevrópska tungumálarammanum
  • Jákvæðni og lífsgleði
  • Frumkvæði og metnaður í starfi
  • Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Hæfni og sveigjanleiki í samskiptum
  • Ábyrgð, áreiðanleiki og góð ástundun
  • 18 ára aldurstakmark
Fríðindi í starfi
  • 36 klst vinnuvika þar sem vinnufyrirkomulag er sveigjanlegt eftir löngunum og þörfum starfsmanns og vinnuveitanda
  • Frítt í sund í sundlaugum borgarinnar
  • Forgangur í leikskóla fyrir starfsmenn borgarinnar með lögheimili í borginni
  • Frítt fæði á vinnutíma
  • Menningarkort þar sem innifalið í kortinu eru 14 söfn, 50+ sýningar, 300+ viðburðir, bókasafnsskírteini, auk fjölda tilboða
  • Heilsuræktarstyrkur eftir 6 mánuði í starfi
  • Samgöngusamningur með greiðslu mánaðarlega ef notast er við umhverfisvænar ferðir til og frá vinnu
Auglýsing stofnuð1. júlí 2024
Umsóknarfrestur29. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Maríubakki 1, 109 Reykjavík
Fálkabakki 1, 109 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Kennari
Starfsgreinar
Starfsmerkingar