Kópasteinn
Kópasteinn
Kópasteinn

Sérkennslustjóri

Leikskólinn Kópasteinn er 5 deilda leikskóli í tveimur húsum með 98 börnum á aldrinum 1 – 5 ára.

Áherslur í starfinu eru á leikinn í allri sinni fjölbreytni, lífsleikni, málrækt og tónlist.

Í Kópasteini er góður starfsandi og gott hlutfall fagmenntaðs starfsfólks.

Einkunnarorð skólans er gaman saman sem endurspeglar starfið okkar.

Hlutverk sérkennslustjóra er að vera faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum. Við leitum að ábyrgum, jákvæðum og sjálfstæðum einstaklingi sem hefur gaman af áskorunum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslu í leikskólanum ásamt leikskólastjóra.
  • Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskólans.
  • Vinnur í nánu samstarfi við deildastjóra og foreldra/forráðamenn barna sem njóta sérkennslu í leikskólanum, situr fundi er varða sérkennslu, innan skóla og utan.
  • Miðlar fræðslu til starfsmanna er tengist sérkennslu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun og framhaldsnám í sérkennslufræðum.
  • Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Reynsla af skipulagningu sérkennslu og þjálfunar.
  • Góð íslensku kunnátta er skilyrði.
Auglýsing stofnuð4. júlí 2024
Umsóknarfrestur18. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Hábraut 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.Leiðtogahæfni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar