Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Deildarstjóri óskast á skammtímaheimili fólks með fötlun

Velferðarsvið Kópavogsbæjar leitar að metnaðarfullum og áhugasömum þroskaþjálfa, iðjuþjálfa eða öðrum fagaðila í stöðu deildarstjóra á skammtímaheimili fyrir fatlað fólk í Kópavogi. Skammtímaheimilið heyrir undir Skrifstofu starfsstöðva og þróunar sem starfrækt er á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Deildarstjóri tekur þátt í að skipuleggja og leiða faglegt starf í samvinnu við forstöðumann. Deildarstjóri fer með verkstjórn, setur upp áætlanir og aðstoðar við markmiðasetningu ásamt því að fylgjast með eftirfylgni verkefna er tengist daglegu starfi, jafnt innan sem utan starfsstöðvarinnar.

Um er að ræða allt að 100% starf í vaktavinnu og er staðan laus um miðjan ágúst 2024.
Um framtíðarstarf er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veitir þjónustunotendum einstaklingsmiðaðan, persónulegan stuðning í daglegu lífi, jafnt innan sem utan heimilis.
  • Sér til þess að þjónustunotendur fái þá þjónustu sem starfsstöðinni ber að veita, með það að markmiði að efla sjálfstæði þeirra og færni sem og getu til að nýta sér almenna þjónustu.
  • Útbýr þjónustu- og einstaklingsáætlanir með notendum og skipuleggur einstaklingsmiðaða þjálfun inni á heimilinu. Sér til þess að áætlunum sé fylgt eftir.
  • Veitir starfsfólki faglega ráðgjöf og fræðslu og fylgir eftir settu verklagi á vöktum.
  • Hefur yfirumsjón með einstaklingsbókum þjónustunotenda.
  • Tekur þátt í ráðningum á nýju starfsfólki.
  • Skipuleggur aðlögun nýrra starfsmanna og sér til þess að þeir fái stuðning og fræðslu í starfi.
  • Samvinna við starfsmenn, aðstandendur og aðra þjónustuaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf á grunnstigi (BA/BS) á sviði þroska- eða iðjuþjálfa eða önnur menntun á sviði mennta-, hug, eða félagsvísinda sem nýtist í starfi.
  • Gerð er krafa um starfs- eða stjórnunarreynslu í málefnum fatlaðs fólks.
  • Reynsla af áætlanagerð er kostur.
  • Þekking á meginhugmyndum er birtast í lögum um málefni fatlaðs fólks er skilyrði.
  • Reynsla af markmiðasetningu með fólki er kostur.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, ábyrgðarkennd, frumkvæði og metnaður í starfi.
  • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð, góðir skipulagshæfileikar og  lausnamiðuð nálgun.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki í starfi.
Auglýsing stofnuð3. júlí 2024
Umsóknarfrestur17. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Hrauntunga 54, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar