Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Höfuð-Borgin - sértæk félagsmiðstöð

Kópavogsbær leitar eftir frístundaleiðbeinanda í sértæku félagsmiðstöðina Höfuð-Borgin. Vinnutíminn er kl 13:00 - 17:00 og hentar starfið því vel með námi. Um er að ræða 20-50% starf og æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20. aldursári.

Höfuð-Borgin er sértæk félagsmiðstöð sem ætluð er ungmennum 16-20 ára með fötlun sem lögheimili hafa í Kópavogi og er til húsa í Fannborg 2 (1.hæð). Í Höfuð-Borginni gefst ungu fólki tækifæri á að taka þátt í frístunda- og atvinnutengdri starfsemi eftir að skóladegi lýkur. Lögð er áhersla á að veita ungmennum öruggt, jákvætt og uppbyggilegt félagsmiðstöðvarstarf sem tekur mið af þörfum og getu hvers og eins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sinnir persónulegum stuðningi við ungmenni með fötlun og skapar öryggi og vellíðan í frístundaklúbbnum.
  • Þátttaka og leiðsögn í atvinnu– og frístundatengdu starfi og í hópastarfi.
  • Framfylgir þjálfunar-/þjónustuáætlunum sem forstöðumaður hefur umsjón með.
  • Stuðlar að virðingu, jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum við ungmennin.
  • Undirbúningur og frágangur í upphafi og lok hvers dags.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf æskilegt.
  • Reynsla af starfi með ungmennum með fötlun æskileg.
  • Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20. aldursári.
  • Færni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Skipulögð og fagleg vinnubrögð.
  • Mjög góð íslenskukunnátta.
Auglýsing stofnuð5. júní 2024
Umsóknarfrestur16. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Fannborg 2, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar