Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Starf í móttöku á velferðarsviði Kópavogsbæjar

Velferðarsvið óskar eftir öflugum einstaklingi til að starfa í lifandi móttöku sviðsins.

Um fullt starf er að ræða frá klukkan 8 til 16 mánudaga til fimmtudaga og frá klukkan 8 til 13 á föstudögum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Þjónustufulltrúi heyrir undir skrifstofu rekstrar, þar sem hann sinnir ritara- og móttökustörfum fyrir allar skrifstofur sviðsins eftir því sem við á. Helstu verkefni felast í símavörslu, upplýsingagjöf í móttöku, skráningu gagna, skjalavörslu, frágangi fundargerða og útsendingu bréfa.

Þjónustufulltrúi sér um að þjónusta sviðsins sé aðgengileg og fagleg með því að aðstoða og leiðbeina notendum.

Starfsfólk velferðarsviðs leitast við að skapa trausta ímynd og sýna hlutlægni, umhyggju og virðingu í verki gagnvart íbúum Kópavogsbæjar og öðru starfsfólki. Áhersla er lögð á árangursríka, skilvirka og hagkvæma þjónustu og gott samstarf við önnur svið bæjarins.

Velferðarsvið skiptist samkvæmt nýju skipulagi í fimm fagskrifstofur; skrifstofu barnaverndarþjónustu, skrifstofu félagslegs húsnæðis, skrifstofu ráðgjafar, skrifstofu starfsstöðva og þróunar og skrifstofu þjónustu og sértækrar ráðgjafar. Stoðskrifstofur eru tvær; skrifstofa sviðsstjóra og skrifstofa rekstrar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast afgreiðslu og símavörslu.
  • Skráir mál fyrir fundi og gengur frá fundargerðum og bréfum til umsækjenda.
  • Heldur utan um skráningu upplýsinga í One systems.
  • Annast skjalafrágang fyrir fagskrifstofur velferðarsviðs eftir þörfum.
  • Undirbýr gögn fyrir fundi velferðarráðs.
  • Sinnir öðrum verkefnum sem viðkomandi kann að vera falið af yfirmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun er skilyrði.
  • Grunnmenntun af félagsvísindasviði er æskileg.  
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.
  • Þekking af starfsemi velferðarþjónustu er mikill kostur.
  • Góð tölvukunnátta og reynsla í notkun Word og Excel.
  • Þekking á One mála og skjalakerfi er æskileg.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta er nauðsynleg, önnur tungumálakunnátta getur verið kostur.
  • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
Auglýsing stofnuð5. júlí 2024
Umsóknarfrestur21. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Vallakór 4, 203 Kópavogur
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Dynamics NAVPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Microsoft WordPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar